Grillmarkaðurinn

Grillmarkaðurinn
Færslan er ekki kostuð.

Þar sem Eggert fór á sjó á föstudaginn þá fórum við á smá deit á fimmtudagskvöldið, það er alltaf must fyrir foreldrana að komast út og vera tvö saman. Við ákveðum að fara á Grillmarkaðinn sem er niðrí bæ og það kom ekki annað til greina því við höfum farið þar þrisvar áður og alltaf fengið jafn góð þjónustu og góðan mat. Hann er aðeins í dýrari kanntinum en við sjáum ekki eftir einni krónu þegar við löbbum þarna út. Þessi staður er ekkert smá fallega hannaður að innan og manni líður alltaf vel að borða þarna.

img_7996

Matseðillinn lýtur alltaf glæsilega út og ótrúlega fjölbreyttur matur á honum, en þó stendur nautasteikinn alltaf uppúr hjá okkur.  Þegar það er búið að panta matinn þá kemur brauð á borðið með besta smjöri sem ég hef smakkað.  Maturinn var mjög fljótur að koma á borðið og við nutum matarins í botn, með matnum fylgdi franskar og léttsteikt grænmeti og ég keypti mér bearnaise sósu með til hliðar.

 

Svo þegar við vorum búin að borða þá pantaði Eggert sér ein bjór og við spjölluðum. Svo ákveðum við að fá okkur eftirétt saman og fengum við okkur Súkkulaði Grillmarkaðarins sem inniheldur súkkulaðikúlu með rjómaostakremi,volgri karamellu,súkkulaði rice crispies og kaffiís. Karamellunni er helt yfir súkkulaðikúluna og þannig bráðnar hún og þetta er sjúklega gott.

Ég mæli með þessum stað og vill hrósa fyrir mjög góða þjónustu. Getið séð matseðill og pantað borð á heimasíðu Grillmarkaðarins.

 

Svo enduðum við að kíkja í bíó á Central Intelligence í Sambíóin í Egilshöll. Fyndinn og mjög góð mynd. Þetta deit var ótrúlega mikilvægt fyrir okkur bæði ;*

 

Þangað til næst <3

hildur

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments

Share: