
Ég held mjög mikið upp á allskonar kjúklingarétti og finnst mjög gaman að prufa nýja rétti sem og prufa mig áfram.
Þennan rétt hef ég gert margoft og er hann einn af mínum allra uppáhalds. Hann er auðveldur, kolvetnasnauður og hentar því vel þeim sem fylgja ketó mataræðinu eða öðru lágkolvetna mataræði.
Sterkur kjúklingaréttur með beikon og cheddar
4 kjúklingabringur
6-8 sneiðar beikon (steikt)
6-8 sneiðar cheddar ostur, sneiddur
Salt
Pipar
250 gr rjómaostur
4 jalepeno (mér finnst best að kaupa tilbúna niðurskorna í krukku, þá þarf bara að saxa þá)
500 gr ostur – pizza blanda
1 tsk salt
250 ml matreiðslurjómi
Aðferð:
Steikið beikonið og kælið örlítið.
Skerið rákir í kjúklingabringurnar og leggið þær svo í eldfast form.
Setjið cheddar ostsneiðarnar og beikonið til skiptis í rákirnar í kjúklingum. Kryddið kjúklinginn með smá salti og pipar
Blandið saman rjómaosti, jalepeno, rifna ostinum, salti og matreiðslurjóma í skál
Setjið ostablönduna ofan á kjúklingabringurnar.
Bakið réttinn við 200°C í 40-50, eða þar til sósan er farin að krauma og kjúklingurinn eldaður í gegn.
Mjög gott er að bera þennan rétt fram með fersku salati.
Author Profile

-
Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.
Latest entries
Uncategorized2020.04.07Kókoskúlur
Uncategorized2020.03.26Hugmyndabanki fyrir inniveru
Uncategorized2019.12.16Jólagjafahugmyndir fyrir HEIMILIÐ
Uncategorized2019.12.16Jólagjafahugmyndir fyrir UNGLINGINN
Facebook Comments