Gómsæt Baby Ruth terta

Gómsæt Baby Ruth terta

Ein af mínum allra uppáhalds kökum er þessi klassíska Baby Ruth terta. Ég baka þessa tertu nánast alltaf fyrir allar veislur sem ég held og hún klárast yfirleitt alltaf.

Gott er að baka botnana tveim dögum fyrir veisluna og setja svo á tertuna deginum fyrir, þá verða botnarnir extra mjúkir og góðir.

 

Baby Ruth terta

4 stk eggjahvítur

3 dl sykur

30 stk Ritz kex

200 gr salthnetur

1 ½ tsk lyftiduft

Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið svo sykrinum varlega saman við. Myljið Ritzkexið og saxið salthneturnar mjög smátt – Gott er að setja kexið og hnetunar saman í matvinnsluvél og mylja það saman þannig. Bætið kexinu og hnetunum ásamt lyftiduftinu varlega saman við blönduna með sleif.

Setjið bökunarpappír í tvö hringlaga form og skiptið svo deiginu á milli í formin.

Bakið við 180°C í ca 30 mínútur.

Takið botnana úr ofninum og breiðið plast yfir þá eins fljótt og hægt er (meðan þeir eru enn heitir/volgir). En það mýkir botnana upp, en ef þetta er ekki gert verða þeir frekar stökkir.

 

Krem

4 stk eggjarauður

60 gr flórsykur

100 gr suðusúkkulaði

75 gr smjör

Bræðið súkkulaðið og smjörið saman í potti við vægan hita. Þeytið vel saman eggjarauðurnar og flórsykurinn. Bætið súkkulaðiblöndunni saman við og þeytið aðeins lengur.

Setjið rjóma á milli botnana og kremið yfir.

 

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share: