Gólfefna hugleiðingar

Gólfefna hugleiðingar

Ég hef ekki mikið pælt í gólfum yfir ævina. Ég bara .. labbaði á þeim. Ó how naive of me. Það fyrsta sem við gerðum þegar við fluttum í húsið okkar var að rífa parketið af stofunni því það var skemmt. Bókstaflega um leið og Tryggvi tók síðustu fjölina fór ég að pæla í því hvernig gólefni við gætum sett á gólfið næst. Hvað yrði flott? Og ég hef ekki hætt að hugsa um það síðan. Núna í bili erum við bara búin að mála steypuna í fallegum gráum tón þar sem það er alveg nóg í bili að gera upp baðið (nú fer alveg að styttast í baðherbergismasterpóst takk fyrir pent!!) en hey pinterest er samt alveg að gera sig. Og ekkert bara fyrir stofuna, ég er búin að skoða gólfefni fyrir allt bévítans húsið.

Fyrir eldhúsið
Þegar ég var lítil bjuggum við fjölskyldan í húsi á Þórshöfn sem var kallaður Svarti Kastalinn. Ég hef alltaf af einhverjum ástæðum idolizerað þetta hús og fundið mjög sterka tengingu við það. Á gólfinu inná gangi var svartur og hvítur checkerboard dúkur og ég hef bara alltaf verið ástfangin af svoleiðis. Ég myndi vilja eitthvað í þessum stíl yfir allt eldhússvæðið (og borðkrókinn) þegar við loksins hendum gólfefnunum en núna er forljótt ónýtt parket í borðkróknum og skrýtinn ljósappelsínugulur dúkur í eldhúsinu.

 

Og, hér má sjá ganginn í kastalanum – og barnamynd af mér. Sætt. Mamma og pabbi voru líka greinilega á undan í tískunni en það er gæra á veggnum líka þarna í bakrunninum.

26781720_10156124845864885_1927030998_o

Fyrir baðherbergin og þvottahús
Við erum svo heppin að vera með tvö baðherbergi. Já mér fannst það pointless en núna meðan við erum að gera stærra baðherbergið upp ó m æ g a d hvað ég er þakklát fyrir gestabaðherbergið og það fer aldrei aldrei aldrei. Ég vill hafa eins flísar á þeim báðum og hafa þær dökkar þar sem við verðum með hvíta veggi. Við keyptum dökkar flísar í Húsasmiðjunni en í þessari færslu sýni ég hvernig við hugsuðum útfærslu á baðinu og þar má hressa uppá minnið aðeins og sjá fyrir myndir. Ég hugsa svo að ég myndi vilja svipaðar flísar á þvottahúsið en það er allt hvítt, hvítar hillur og þar fram eftir götunum.

6641930c530bdbb7060a61bca123a99a

Gangur, stofa og herbergi. 
Það er svo mikið af svörtum húsgögnum heima hjá okkur og endaveggurinn á ganginum er veggfóðraður svartur (það má sjá mynd af því á næstu dögum inná instagram!) að ég held að hvíttað parket myndi fara best hér. Ég veit reyndar ekki alveg hvernig stíll heillar ennþá en hér er svona það sem ég hef verið að skoða, og já – ég  vill eins parket í öllum herbergjum og almennu rými. Og engir þröskuldar sem maður rekur tærnar í. Þeir eru uppfinning djöfulsins. Eða allavegana einhvers sem mundi eftir að ganga í inniskóm, ég er ekki ein af þeim.

13de1002585a950348a321f63efd16ee

Hér getiði svo séð svona nokkurnveginn hvernig gólfefnið er í húsinu núna fyrir utan stofuna en eins og ég sagði ofar erum við búin að mála gólfið og kemur það svona ofboðslega vel út .. svona í bili allavegana. Get ekki beðið eftir að komast í það að taka betri myndir af húsinu en það er svo margt búið að breytast!

Þangað til næst.

Ingibjörg.jpg

 

 

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: