Góð öpp fyrir verðandi og nýja foreldra

 

Ég nota símann minn ótrúlega mikið og sést ég varla án þess að hafa hann í hendinni, já veit hrikaleg fíkn en síminn er bara svo mikil framlenging við mann ef svo má að orði komast. Ég hef alltaf passað mjög vel upp á það að ég geti nálgast allt sem ég þarf í gegnum hann og var það ekkert öðruvísi á meðgöngunni sem og eftir fæðingu. Ég vil samt taka það fram að ég er ekki alltaf í símanum, heldur er ég mikið tækninörd og reynist síminn manni vel þegar maður hefur ekki tíma til að hoppa í tölvuna 😉  Á þeim tíma frá því að ég komst að lítill moli væri á leiðinni þar til nú hef ég prufað ansi mörg öpp, sumum var eytt fljótlega út aftur meðan að önnur hafa fengið að hanga inni og mörg verið í reglulegri eða daglegri notkun. Ég tók saman smá lista sem mig langar að deila með ykkur yfir nokkur öpp sem hafa virkað fyrir mig.

Pregnancy +

Þetta app fannst mér best til að fylgjast með gangi mála á meðgöngunni. Hér fær maður allskonar upplýsingar um fóstrið td stærð, hvað sé búið að myndast og hvað er að fara að gerast næst. Það sem seldi mér þetta app algjörlega er að það er sparkmælir en hann getur maður notað til að fylgjast með hreyfingum. Ég var ein af þeim sem var alltaf með hnút í maganum yfir hreyfingunum og vildi fylgjast mjög vel með þeim. Með appinu er líka hægt að fylgjst með þyngdinni sinni sem og meðgöngulengd, en appið sýnir manni myndir á hverjum degi af ca. hversu stórt fóstrið er. Hægt er að lesa allskonar sniðguar greinar, en appið gefur manni alltaf nýja grein til að lesa daglega. Appið býður manni líka upp á að búa til “to do”-lista t.d fyrir hvað maður ætlar kaupa, á eftir að gera eða ætlar að hafa í spítalatöskunni.

 

Diabetes Journal

Ég fékk sykursýki á minni meðgöngu og mér fannst mjög gott að nota þetta app til að hafa yfirlit yfir blóðsykurinn minn og þyngd. Ég var alltaf með mælingarnar mínar á blaði sem varð fljótt mjög druslulegt og notaði niðurteljarann í símanum til að minna mig á hvenær ég æti að mæla mig næst. Með þessu appi var ég með reminder sem pípti alltaf á mig þegar ég átti að taka stöðna á sykringum og þá um leið gat ég sett mælinguna strax inn í appið. Mjög einfalt og auðvelt í notkun.

 

Clever baby

Ég prufaði nokkur öpp eftir að Fannar fæddist til þess að halda utan um brjóstagjöf og pelagjöf og fannst mér þetta henta mér best. Fannar er fyrirburi og þurfti ég til að byrja með að fylgjast vel með hvað hann drakk mikið og hvenær, sem og pumpa sjálfa mig á 3 klst fresti. Allar þessar upplýsingar gat ég sett inn í appið og séð á hverjum degi hvað hann var nákvæmlega búinn að drekka og kl. hvað næsta gjöf var. Voða þægilegt svona í brjóstaþokunni.

0_sshots_1437187785

Sound Sleeper

Sound Sleeper frábært app til að hjálpa til við að svæfa, þá sérstaklega ungabörn. Í appinu er hægt að finna allskonar róandi hljóð eins og t.d white noise hljóð, hljóð sem líkist hljóðinu í móðurkviði og svo vögguvísur og fleira sem nýtist líka þegar þau verða aðeins eldri.

 

Baby Solid Food

Þetta app finnst mér mjög sniðugt, en þetta er frekar einfalt app sem sýnir manni yfirlit hvaða fæðutegunir er gott að kynna eftir aldri og gefur manni allskonar uppskriftir af barnamat. Ég nota þetta app aðalega út af uppskriftunum sem eru í því mér finnst þær tær snilld.

Ég er með android síma og eru öll þessi öpp fáanleg í gegnum google play store.

 

hildur-hlin

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *