Gjafaleikur – Teppaprjón

Í tilefni útkomu bókarinnar Teppaprjón ætlum við hjá Öskubusku að gefa einum heppnum Facebook fylgjanda okkar eintak af bókinni.

Bókin Teppaprjón kom út í dag, en er hún eftir tvíburasysturnar Guðrúnu S. Magnúsdóttur og Þuríði Magnúsdóttur. Bókin er afrakstur áralangs samstarfs þeirra systra, en þær eru einstaklega samrýmdar, hugmyndaríkar og iðnar við handavinnu. Teppaprjón er fyrsta bók Þuríðar en Guðrún hefur áður sent frá sér bækurnar Sokkaprjón, Húfuprjón, Vettlingaprjón og Treflaprjón, en hafa þær bækur notið hafa mikilla vinsælda.

teppaprjonborder-500x540

Þær systur hafa áratuga reynslu af prjónaskap en þær lærðu á unga aldri að prjóna frá móður sinni Unni Benediktsdóttur en hún var einstaklega listræn, hugmyndarík og hvetjandi í allri handavinnu þeirra systra og sækja þær oft innblástur í verk hennar.

Systurnar Guðrún S. Magnúsdóttir og Þuríður Magnúsdóttir

 

Systurnar eru mjög samrýmdar og hafa alla tíð unnið mjög þétt og náið saman þannig að samvinnan við bókina Teppaprjón var afar auðveld og gekk vel fyrir sig. Uppskriftirnar unnu þær í sitthvoru lagi þannig að teppin í bókinni eru ýmist eftir Guðrúnu eða Þuríði.

 

1.jpg

 

Teppaprjón er uppbyggð eins og fyrri bækur Guðrúnar, en hún er litrík og fjölbreytt bók með 42 skýrum og fallegum uppskriftum, gagnlegum leiðbeiningum og góðum ráðum. Bókin hentar vel bæði byrjendum og lengra komnum þar sem uppskriftirnar eru mjög fjölbreyttar.

2.jpg

 

Teppaprjón er fáanleg í öllum bókabúðum og flestum hannyrðaverslunum, bæði í höfuðborginni og um land allt.

 

Til að taka þátt í leiknum þarf að:

Okkur þætti heldur ekkert leiðinlegt ef þið mynduð deila, það er samt ekki skylda

Við drögum þriðjudaginn 20.júní!

 

oskubuska

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share:

1 Comment

  1. Guðrún Sigvaldadóttir
    June 14, 2017 / 5:51 pm

    Þessa bók verð ég bara að eignast…..

Leave a Reply to Guðrún Sigvaldadóttir Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *