Í tilefni útkomu bókarinnar Jólaprjón ætlum við hjá Öskubusku að gefa einum heppnum Facebook fylgjanda okkar eintak af bókinni.
Bókin Jólaprjón kom út í dag, en er hún eftir Guðrúnu S. Magnúsdóttur. Jólaprjón er sjötta bók Guðrúnar, en hún hefur áður sent frá sér bækurnar Sokkaprjón, Húfuprjón, Vettlingaprjón, Treflaprjón og einnig Teppaprjón, sem hún gerði ásamt tvíburasystur sinni Þuríði Magnúsdóttur. Allar bækurnar hafa notið mikilla vinsælda.
Guðrún hefur áratuga reynslu af prjónaskap en hún lærði á unga aldri að prjóna frá móður sinni Unni Benediktsdóttur en hún var einstaklega listræn, hugmyndarík og hvetjandi í allri handavinnu. Guðrún sækir oft innblástur í verk hennar.
Jólaprjón er uppbyggð eins og fyrri bækur Guðrúnar, en hún er litrík og fjölbreytt bók með 70 skýrum og fallegum uppskriftum, gagnlegum leiðbeiningum og góðum ráðum. Bókin geymir uppskriftir að jólasokkum, jólavettlingum, jólahúfum og jólaskrauti. Bókin hentar vel bæði byrjendum og lengra komnum þar sem uppskriftirnar eru mjög fjölbreyttar.
Jólaprjón er fáanleg í öllum bókabúðum og flestum hannyrðaverslunum, bæði í höfuðborginni og um land allt.
Til að taka þátt í leiknum þarf að:
- Setja like á Facebook-síðuna okkar,
- Kvitta undir Facebook-póstinn okkar
Okkur þætti heldur ekkert leiðinlegt ef þið mynduð deila, það er samt ekki skylda
Við drögum þriðjudaginn 31. október!
Author Profile

-
Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.
Latest entries
Uncategorized2020.04.07Kókoskúlur
Uncategorized2020.03.26Hugmyndabanki fyrir inniveru
Uncategorized2019.12.16Jólagjafahugmyndir fyrir HEIMILIÐ
Uncategorized2019.12.16Jólagjafahugmyndir fyrir UNGLINGINN
Facebook Comments