
Öskubuska er í jólastuði og langaði okkur því að efna til glæsilegs gjafaleiks á facebook síðu okkar hér. Í boði verða tvennskonar gjafir, jólagjafa karfan og umhverfisvæna (og vegan) karfan. Hér fyrir neðan má sjá hvað er í þessum æðislegu körfum!
Iittala Kastehelmi vasi
Kastehelmi línan frá Iittala er ein sú þekktasta frá þeim og var hún hönnuð af Oiva Toikka árið 1964. Kastehelmi þýðir í raun daggardropi en passar það nafn einstaklega vel við þessa línu og fallegu perlurnar sem eru einkennandi fyrir hana. Nýlega bættist fallegur blómavasi við línuna og leynist hann í jólagjafakörfunni okkar.
HN Gallery
HN Gallery ehf er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í íslenskri hönnun og framleiðslu innblásna frá íslenskri náttúru. HN Gallery er framsækið og lifandi fyrirtæki sem stofnað var árið 2013.
Í gjafakörfunni er gjafabréf hjá HN Gallery upp á 10.000 kr
Eleven Australia á Íslandi
En Eleven Australia er ný hárvörulína og er sérhönnuð fyrir fólk sem vill einfaldleika, virkni og gott verð.
Í gjafajörtfunni er pakkning frá þeim inniheldur sjampó, næringu og serum.
YSL á Íslandi






Sally Magnusson er þekkt sjónvarpskona hjá BBC. Hún er dóttir Magnúsar Magnússonar, sjónvarpsmannsins kunna sem bjó alla tíð í Skotlandi. Sally hefur kynnt sér Tyrkjaránið, einn ógnvænlegasta viðburð Íslandssögunnar, rækilega og hefur nú skrifað áhrifaríka bók um það.
Leynarmál systrana
Riley MacPherson hefur alltaf talið að eldri systir sín, Lisa, hafi framið sjálfsvíg þegar hún var sautján ára. Það mótaði barnæsku hennar og bróður og hafði áhrif á öll samskipti innan fölskyldunnar. Tuttugu árum síðar er hún komin aftur til heimabæjar síns til að ganga frá dánarbúi föður síns, sem er nýlátinn. Þar fær Riley fréttir um að Lisa sé í raun á lífi og hafi haldið áfram lífi sínu undir nýju nafni. En hvers vegna lagði hún á flótta fyrir öllum þessum árum? Hvaða vel falda leyndarmál liggur þarna að baki og hvað gerist ef hulunni er svipt af því?
Leyndarmál Lindu
Það eru engin takmörk fyrir því hvað ein stelpa getur átt mörg leyndarmál. Linda sér um það. Alveg ókeypis. Fimmta bókin um Lindu og leyndarmál hennar er sú allra skemmtilegasta hingað til
Netural – Gjafapakki
Neutral þvottaefni inniheldur ekki ilmefni, ljósvirkt bleikiefni eða önnur bleikiefni. Þetta dregur úr hættu á ofnæmisvandamálum og fer betur vel með trefjar og liti í fataefninu.
Gjafapakkinn inniheldur barna bað- og sturtusápu, barna sjampó, barna krem á líkamann, andlitskrem fyrir mömmuna, hreinsikrem fyrir mömmuna, fljótandi þvottaefni hvítt og þrjár prufur að fljótandi color þvottaefni.





Meira um vörurnar má sjá á www.prentsmidur.is

Í Barnaloppunni getur þú bæði selt og keypt notaða barnavöru, allt frá fötum og leikföngum til barnavagna og bílstóla. Þú velur hvað þú vilt leigja bás lengi hjá Barnaloppunni en lágmarkstíminn er ein vika. Hægt er að bóka bás á vefsíðu þeirra hér, en við komu í verslunina færðu herðatré, þjófavarnir og perlur til þess að merkja flíkurnar eftir stærð (ef óskað er eftir því). Barnaloppan er staðsett á þægilegum stað í skeifunni, mér finnst þessi hugmynd æðisleg því þetta gerir neytandanum auðveldara fyrir að versla vel með farin barnaföt á umhverfisvænan hátt, og koma þeim áleiðis í góðar hendur þegar flíkurnar nýtast ekki lengur.
Í gjafakörfunni er gjafabréf fyrir básaleigju í 2 vikur hjá Barnaloppunni.
Styngvi
Styngvi (Stefán Yngvi) er íslenskur listamaður sem hefur það að markmiði að koma mikilvægum baráttumálum umhverfis og plánetu okkar á framfæri í gegnum list. Listin hans höfðar til eins stærsta vandamáls heimsins, mengun af manna völdum. Stóru vandamálin eru gróðurhúsaáhrif frá mengandi iðnaði eins og dýraiðnaði, ofhitnun jarðar og plastmengun í sjónum. Með sinni list vill hann skapa umræður í kringum þessi stóru vandamál og gerir þau sýnilegri í hversdagslífi á einfaldan og jákvæðan hátt.
Gjafapakkinn inniheldur fallegar prentaðar myndir og póstkort. Þið getið skoðað verkin hans hér. Ég (Amanda) get klárlega mælt með flíkunum, á þessa peysu og elska að vera í henni, myndin og skilaboðin eru falleg og peysan er ótrúlega mjúk og þægileg. Við mælum einnig með instagram síðu hans hér.
Í Barnaloppunni getur þú bæði selt og keypt notaða barnavöru, allt frá fötum og leikföngum til barnavagna og bílstóla. Þú velur hvað þú vilt leigja bás lengi hjá Barnaloppunni en lágmarkstíminn er ein vika. Hægt er að bóka bás á vefsíðu þeirra hér, en við komu í verslunina færðu herðatré, þjófavarnir og perlur til þess að merkja flíkurnar eftir stærð (ef óskað er eftir því). Barnaloppan er staðsett á þægilegum stað í skeifunni, mér finnst þessi hugmynd æðisleg því þetta gerir neytandanum auðveldara fyrir að versla vel með farin barnaföt á umhverfisvænan hátt, og koma þeim áleiðis í góðar hendur þegar flíkurnar nýtast ekki lengur.
Í gjafakörfunni er gjafabréf fyrir básaleigju í 2 vikur hjá Barnaloppunni.
Gló vegan
Gló vegan er staðsett á laugarvegi og er ein af þremur 100% vegan veitingastöðum á Íslandi. Þessi staður er í miklu uppáhaldi hjá mér þar sem þau eru með virkilega flott úrval af hollum og góðum mat sem flestir grænkerar myndu gleðjast yfir. Uppáhalds réttirnir mínir eru mexikó skálin, mexikó vefjan og grænmetisborgarinn.
Gjafapakkinn inniheldur hnetusteik, sósu og chutney frá Gló vegan.
Heima er gott
Vörurnar sem fást hjá Heima er gott eru flestar úr eins náttúrulegum efnum og hægt eru og eru framleiddar af einstaklingum með ást og umhyggju að leiðarljósi en hérmá skoða færslu um netverslunina.
Í gjafapakkanum er kerti frá Lucian með dásamlegri lykt sem minnir á hátíðarnar – French pear. Kertið er handgert úr soyavaxi og samsettum ilmkjarnaolíum í gull vasa úr endurunnum málmi. Brennslutími kertisins er um 100 klst og vasinn nýtist áfram þegar kertið er búið.
Matarbúr Kaju
Matarbúr Kaju er verslun og kaffihús sem staðsett er á Akranesi og býður upp á gott úrval af umbúðalausri þurrvöru. Skoða má færslu um Matarbúr Kaju hér en ég geri mér ferð þangað 1sinni í mánuði til annan hvern mánuð og versla hjá þeim ýmsar baunir, hrísgrjón, kúskús, quinoa, þurrkaða ávexti, hnetur og fræ.
Í gjafapakkanum er 5000kr. gjafabréf frá Matarbúri Kaju.
BAST kringlan
BAST er lífsstílsverslun staðsett í Kringlunni sem selur úrval af fallegri heimilis- og gjafavöru. Verslunin er björt og falleg og er það mjög skemmtilegt að staldra við og skoða hana.
Í gjafapakkanum er barnarúmföt frá Södahl úr GOTS vottaðri lífrænni bómull og kork slaufa frá Sara’s design.
Södahl er danskt vörumerki sem framleiðir umhverfisvænni textílvörur en flestar vörur þeirra eru einnig OEKO-TEX vottaðar (vottun fyrir því að engin hættuleg eða skaðleg efni eru notuð í framleiðslu textílvörunnar). Sara’s design er íslenskt vörumerki sem framleiðar handgerða fylgihluti svo sem slaufur, lyklakyppur, hárskraut, barnaskó og fleira. Það sem greip athygli okkar er að Sara’s design notast gjarnan við kork í vörurnar sínar, en korkur er búinn til úr viðar berki og er bæði endurvinnanlegur og endurnýtanlegur.
Mistur
Eigandi Mistur er mikil áhugamanneskja um minni sóunn, verndun jarðar og ýmis handverk en Mistur selur ýmsar vörur sem aðstoða okkur í daglegu lífi að minnka sóun á einnota vörum og óniðurbrjótanlegum efnum svo sem plasti. Lesa má færslu sem skrifuð var í samstarfi við Mistur hér.
Gjafapakkinn frá þeim inniheldur tvo bambus tannbursta fyrir fullorðna, eyrnapinna úr bambus í staðin fyrir plast, tannkrem í endurnýtanlegum og endurvinnanlegum umbúðum, virka kolasápu og nærandi hársápu með lavender og rose geranium ilm.
Vistvera
Vistvera er krambúð staðsett í Grímsbæ með ýmsar plastlausar neysluvörur en einnig heimilisvörur úr náttúruefnum. Einnig bjóða þau sérstaklega upp á vörur sem draga úr einnota lífsstíl svo sem grænmetispoka saumaða úr afgangs gardínuefni, tannkrems töflur sem hægt er að vigta í eigið ílát og fljótandi sápur (grænsápa og handsápa) eftir vigt. Ég (Amanda) nýti mér þetta gjarnan og mæti með tómar krukkur undir sápurnar og tannkremstöflurnar.
Í gjafapakkanum frá þeim eru fjögur rosagold rör með rörabursta í poka frá SUP, en SUP er stytting á Stop Using Plastic. Fyrirtækið er stofnað og rekið af íslenskri konu og breskum eiginmanni hennar í Barcelona. Í pakkanum er einnig Biork svitalyktaeyðir úr náttúrulegum kalíum steini með bakteríudrepandi eiginleikum í hulstri úr korki og THINX blæðingabuxur.
Iglo+Indi
Iglo+indi er íslenskt barnafatamerki sem var stofnað árið 2008 af Helgu Ólafsdóttur fatahönnuði. Allar vörur merkisins einkennast af tærum litum, og einstökum mynstrum og eru hannaðar þannig að börn geti sjálf sett saman sínar eigin samsetningar með leikgleði að leiðarljósi.
Þægileg snið og mjúk GOTS vottuð lífræn bómull eru það sem gerir iglo+indi að skemmtilegu og einstöku merki fyrir öll börn, allt frá nýfæddum krílum upp að 11 ára snillingum.
Í gjafapakkanum er 5000 kr. gjafabréf frá Iglo+Indi.
Veganmatur
Veganmatur er lítið fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í innflutningi og dreifingu á vegan mat- og dagvörum fyrir stórverslanir og stóreldhús. Þau reka einnig veganbúðina þar sem er meðal annars hægt að vera í áskrift á æðislegum möns boxum. Finna má vörur þeirra í hinum ýmsu verslunum en mesta úrvalið má finna í Blómaval í skútuvogi, það er sannkallað grænkera himnaríki!
Gjafapakkinn frá þeim inniheldur hina ýmsu bursta og svampa fyrir líkama og heimilisþrif úr loofah plöntunni en vörurnar eru niðurbrjótanlegar og endurvinnanlegar. Einnig má finna í pakkanum Britts heilsuskot, Kiki health magnesíum líkams sprey sem ég held mikið upp á (yndislegt að spreyja því á fæturnar á kvöldin eftir langan dag eða erfiða æfingu!) og Mindful bites möndlu smjör með maca. Mindful bites smjörin eru virkilega góð og næringarrík en ef þið finnið svona kröns með hnetusmjöri þá mæli ég með að smakka.
Regnboginn
Regnboginn selur umhverfisvænni barnavörur en eigendur Regnbogans hafa ástríðu fyrir litríkum barnafatnaði og leikföngum úr opnum efnivið. Finna má hin ýmsu barnaföt úr umhverfisvænni efnum svo sem bambus og GOTS vottaðri lífrænni bómull auk úrvals af barnavörum og leikföngum úr við.
Regnboginn verslun gefur bambustannbursta en Onco bambustannburstarnir koma 4 saman í pakka í mismunandi litum. Tannburstarnir eru umhverfisvænir og endurvinnanlegir, auk þess innihalda þeir engin BPA efni. Þeir eru að sjálfsögðu samþykktir af tannlæknum og því frábærir fyrir börnin.
Regnboginn verlsun gefur einnig handgerðan, eiturefnalausan og öruggan naghring fyrir minnstu krílin frá


Author Profile
Latest entries
Uncategorized2019.07.13Til leikskólabarnsins míns
Afþreying2019.06.04Hvar eru hátíðarnar sumarið 2019?
Öskubuskur2019.03.10Vikan á Instagram
Uncategorized2018.12.02Gjafaleikur Öskubusku
Facebook Comments