GJAFALEIKUR – Lopa fuglar

Jæja! Er ekki kominn tími á lítinn gjafaleik elsku vinir?

Ég rakst á facebook-ið hja Lopa fuglar – Alisdair Wright um daginn í einum af mínu frábæru facebook vafri, þið vitið, þetta vafr þar sem þið eruð allt í einu komin inná facebookið hjá svilkonu stelpu sem þið voruð með í leikskóla og vitið ekkert hvernig eða afhverju. Ég er svo ánægð með að hafa rambað á þetta því ég varð um leið hugfangin af hugmyndinni um fugla í Lopamynstri. Ég hef alla tíð átt lopapeysur, sokka, vettlinga og bara you name it. Lopamynstrið er svo íslenskt og fallegt eitthvað og það lætur mig alltaf hugsa heim.

Hver og ein mynd er teiknuð sérstaklega fyrir þig svo hver fugl er einstakur. Í samstarfi við Lopa fugla langar mig svo að gefa eina mynd í dag af Lopa Lunda inná snapchattinu hjá Öskubusku. Það eina sem þið þurfið að gera er að bæta oskubuska.is á snapchat og senda mér ein stutt skilaboð með einhverri skemmtilegri staðreynd um ykkur og þið eruð komin í pottinn – ég dreg svo út í kvöld!

2017-01-18_13.38.53

Myndirnar koma í 3 stærðum, lítil, mið og stór og kosta á bilinu 3.000-25.000kr en Lopa Lundinn sem er í gjafaleiknum er í miðstærð og kemur í ramma. Hægt er svo að fara á heimasíðuna hjá Alisdair Wright hér til að skoða eða facebook-ið hér.

Ingibjörg.jpg

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *