
Mér finnst við stelpurnar svo oft vera að vandræðast með jóla-, afmælis- eða tækifærisgjafir fyrir karlpeninginn. Ég ákvað því að skella í smá hugmyndalista því oft þegar ég er að vandræðast með gjafir þá googla ég oft svona hugmyndalista og þeir geta komið að góðum notum.
1. Viskískólinn – Námskeið í viskígerð sem ætti laglega að slá í gegn hjá öllum viskíunnendum. Allar nánari upplýsingar má finna hér.
2. Skeggolía – Nú hafa íslenskir karlmenn tekið upp á því í auknum mæli að safna skeggi, snyrta það og hugsa vel um það. Skeggolían frá La Bruket er því tilvalinn gjöf fyrir þá skeggjuðu.
3. Þórshamar – Margir karlmenn eru hrifnir af þessu þekkta tákni ásatrúarinnar. Þórshamarinn er grófur og fer því vel sem hálsprýði fyrir karlmenn. Þessi er frá GÞ – skartgripir og úr.
4. Nike Free – Svartir Nike Free eru klassískir og þægilegir skór sem passa við næstum allt.
5. Heimaslóðirnar – Þau hjá Litteral Streetart skella korti af heimaslóðunum fyrir þig í ramma, kemur virkilega vel út og tilvalin gjöf fyrir þá sem búa fjarri sinni heimabyggð. Við hjá Öskubusku ætlum að bjóða lesendum uppá 15% afsláttarkóða hjá þeim. Kóðinn er selma.oskubuskais og gildir til 9. október.
6. Bjórkrúsir – Þessar könnur frá Fastus eru tilvalin gjöf fyrir alla bjórunnendur og ekki verra að eiga til fallegar krúsir á heimilinu þegar bjórþyrsta gesti ber að garði.
7. Þráðlaus hátalari – Þráðlausir hátalarar eru sniðug gjöf fyrir þá sem ekki eiga slíka. Þá má nota í partýinu, tiltektinni eða í bílnum. Hægt er að fá hátalarana í ýmsum stærðum og gerðum; litla, stóra, langa, mjóa, vatnshelda og í öllum regnbogans litum.
8. DW Herraúr – Úrin frá Daniel Wellington eru einföld og heldur tímalaus hönnun.
9. Kaldur koddi – Ef maðurinn ykkar er eitthvað líkur mínum, alltaf að kafna úr hita, þá mæli ég með þessum kodda. Koddinn heitir Storslett frá Wellpur og fæst í Rúmfatalagernum. Áklæðið er þannig hannað að það hefur kælandi eiginleika svo koddinn er alltaf kaldur þegar þú leggst á hann. Ég stelst ævinlega til þess að færa mig yfir á þennan ef bóndinn fer á fætur á undan mér!
10. Verkfæra-armband – Fyrir þann handlagna. Armbandið inniheldur alls kyns verkfæri sem ég kann engin skil á en er víst voða sniðugt og kemur að góðum notum þegar eitthvað þarf að laga.
Vonandi hjálpar þetta eitthvað til fyrir þá/þær sem eru í vandræðum, eða gefur einhverjar hugmyndir.
– Þangað til næst –
Author Profile

-
Selma er 27 ára móðir frá Húsavík. Búsett í Reykjavík ásamt syni sínum Val Frey (2017). Hún er með Ba. próf í almennum málvísindum og leggur nú frekari stund á nám í íslensku við Háskóla Íslands. Áhuginn liggur í flestu tengdu Íslandi og íslensku en einnig öllu sem viðkemur móðurhlutverkinu, heimilinu, lífsstíl, þrifum, skipulagi og svo mörgu öðru.
Latest entries
Lífið2019.11.09Uppáhaldsöppin – Selma
Uncategorized2019.08.28Velkomið haust!
Uncategorized2019.06.23Sunnudagsspjallið – VanlifeVikings
Annað2019.05.30Takk fyrir mig konur
Facebook Comments