
Hér er uppskrift af ofur einföldu pestó-salati, sem gott er að grípa í þegar gesti ber að garði.
Pestó-salat
2 krukkur rautt pestó – mér finnst Philipo Berio pestóið best í þessa uppskrift
1 krukka fetaostur
1 askja kirsuberjatómatar
Handfylli af feskri basilíku
Hvítlaukur
Hellið pestó-inu í skál.
Takið olíuna af fetaostinum og bætið við pestó-ið
Skerið tómatana niður, gott er að skera hvern tómar í fjóra hluta. Bætið þeim við.
Saxið basilíkuna og bætið henni við
Rífið hvítlauk niður með rifjárni og bætið við.
Blandið öllu saman og smakkið til.
Hægt er að setja smá af salti í lokinn ef ykkur finnst vanta eitthvað upp á 🙂
// Fylgdu mér á instagram @hildurhlin
Author Profile

-
Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.
Latest entries
Uncategorized2020.04.07Kókoskúlur
Uncategorized2020.03.26Hugmyndabanki fyrir inniveru
Uncategorized2019.12.16Jólagjafahugmyndir fyrir HEIMILIÐ
Uncategorized2019.12.16Jólagjafahugmyndir fyrir UNGLINGINN
Facebook Comments