Girnilegt pestósalat

Girnilegt pestósalat

Hér er uppskrift af ofur einföldu pestó-salati, sem gott er að grípa í þegar gesti ber að garði.

 

Pestó-salat

2 krukkur rautt pestó – mér finnst Philipo Berio pestóið best í þessa uppskrift

1 krukka fetaostur

1 askja kirsuberjatómatar

Handfylli af feskri basilíku

Hvítlaukur

 

Hellið pestó-inu í skál.

Takið olíuna af fetaostinum og bætið við pestó-ið

Skerið tómatana niður, gott er að skera hvern tómar í fjóra hluta. Bætið þeim við.

Saxið basilíkuna og bætið henni við

Rífið hvítlauk niður með rifjárni og bætið við.

Blandið öllu saman og smakkið til.

Hægt er að setja smá af salti í lokinn ef ykkur finnst vanta eitthvað upp á 🙂

 

// Fylgdu mér á instagram @hildurhlin

 

Facebook Comments

Share: