Fyrstu skór barnsins

Þessi færsla er ekki kostuð og borgaði höfundur vöruna sjálfur.

Eins mikið og ég er í afneitun með það, þá get ég ekki neitað því mikið lengur. Hulda María er ekki pínu litla barnið mitt lengur (hér megið þið ímynda ykkur mig, grenjandi yfir þessari uppgötvun). Hún er byrjuð að standa upp við allt fyrir svolitlu síðan og labba með.

Þegar börnin okkar fara að labba verðum við að huga að alminnilegum skófatnaði fyrir þau en mamma mín segir alltaf að maður eigi ekki að spara í skófatnaði. Þetta er með því mikilvægara sem maður fjárfestir í – og ekki lýgur mamma! Ég vildi skó sem styðja vel við en samt léttir og ekki fyrirferðamikill.

Mamma sýndi mér svo heimasíðu hjá Skórnir þínir og eftir að hafa flett í gegnum þetta allt saman fann ég skó sem mér fannst uppfylla mínar kröfur og voru ekkert smá krúttlegir sem er auðvitað plús. En það eru þessir hér skór og kostuðu þeir 7995 krónur.

2017-04-05_21.13.21

2017-04-05_21.14.32

Bimecanics skór eru frá spænsku fyrirtæki og eru gerðir úr mjúku leðri. Þeir bjóða uppá rosalega góðan stuðning við fæturnar bæði þegar börnin skríða og labba og er skósólinn ótrúlega sveigjanlegur, auk þess sem “U” lagið aftan á hælnum á skónum gerir þeim kleift að hreyfa ökklann að fullu þegar þau eru í skónum.

Þegar ég fór svo að skoða inná mömmuhópnum mínum umræður um fyrstu skóna sá ég að flestar þeirra mæla með þessum skóm svo ég er greinilega ekki á neinum villigötum.
Ég mæli eindregið með því að foreldrar skoði heimasíðuna hjá Biomecanics og kynni sér þessa frábæru skó! Ég allavegana veit að þessir skór verða næstir á innkaupalistanum hjá okkur fyrir hann Hólmgeir Loga!

Ég læt hérna fylgja með myndband sem mér fannst alveg einstaklega fræðandi.
Þangað til næst!

Ingibjörg.jpg

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *