Fyrstu gönguskórnir

Fyrstu gönguskórnir

Þegar Viktor Óli byrjaði að ganga þá fór ég að skoða allskonar skó sem gæti hentað fyrir hann.  Ég las mig um hvað væri best fyrir litlar fætur og komst að þeirri niðurstöðu að fyrstu skórnir eiga að vera hæfilega sveigjanlegir og ekki að þeir þrengi að tánum.Skórnir þurfa að vera stífir hjá hælnum svo þeir styðji vel við, gott er að nota reimaða skó eða skó með frönskum rennilás til að fá enþá betri stöðuleika og sitja vel að fótunum þannig að hælar fari ekki uppúr skónum við hreyfingu eftir að búið er að reima eða festa skóna. Þegar ég var búin að lesa mig um þetta fór ég í nokkrar búðir að skoða og best er að taka barnið með sér til að láta þau máta.  Afgreiðslufólkið getur svo hjálpað ykkur að mæla fæturnar á barninu og fundið út hvaða stærð af skóm er best.

Ég og Viktor Óli mátuðum nokkra skó og leist mér lang best á Ecco skóna og hef líka heyrt marga góða hluti um það merki.  Viktor Óli fékk skó sem eru með frönskum rennilás , það gerir mér auðveldara að klæða hann í heldur en að reima,  líka hann er mjög óþolinmóður þegar það er verið að klæða hann í og þá er franski rennilásin mjög góður.

fyrstu skórnir
Skór eins og ég keypti fyrir Viktor Óla

Annars er fullt af flottum skóm til sem hafa góðan stuðning, margir sem átta sig ekki á því að það er mjög mikilvægt að hafa þau í skóm sem styðja vel við fæturnar.

http---signatures.mylivesignature.com-54494-121-933BE09821EF7D7C20C7894107D4CFBE

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments