Fyrsti Bíllinn!

Fyrsti Bíllinn!

Þegar kemur að afmælis eða jólagjöfum þá vil ég alltaf vera tímanlega í því að versla. Nú er Jökull Máni að verða 1 árs í ágúst og mig langaði rosalega til að gefa honum sparkbíl í afmælisgjöf. Ég hef skoðað mikið bæði hér heima og í netverslunum og fann loksins síðu sem selur þann sem mig langaði að kaupa. Síðan heitir jollyroom.se og er með allskonar dót fyrir börnin. Allt frá barnafötum yfir í barnavagna og kerrur. Úrvalið hjá þeim er alveg frábært og ekki skemmir fyrir að það er útsala hjá þeim núna og vörurnar eru á allt að 80% afslætti!! Ég ákvað að kaupa þennan sem er á myndinni hér að ofan, bæði af því að mér finnst hann fallegri en plast sparkbílarnir og líka vegna þess að mér finnst líklegt að hann endist lengur. Þennan bíl getur Máni síðan “lánað” litlu systkyni skyldi hann eignast eitt eða tvö slík ???? Bíllinn átti að kosta 999kr sænskar en er á 639kr á afslætti, sem gerir 7433 krónur íslenskar takk fyrir pent!! Tengdamamma ætlar svo að senda bílinn heim þegar þar að kemur.

Á þessari síðu eru líka mikið að sniðugum þroskaleikföngum, eldhús og með því, rafmagnsbílar, leikteppi og nefndu það!

Ég veit allavega að þessi á eftir að slá í gegn og ég er ekkert smá sátt með kaupin!

Kys og kram krúttin mín! Þangað til næst! <3

ValgerðurSif.jpg

Facebook Comments

Share: