Fyrsta sumarflíkin mætt í hús!

Greinin er unnin í samstarfi

 

Fannari mínum var farið að vanta góðan jakka fyrir þetta sumar. Við höfum alltaf átt góðan softshell jakka á hann en þar sem að pjakkurinn er búinn að taka vaxtarsprett eftir vaxtarsprett síðustu mánuði að þá var kominn tími á nýjan. Ég kíkti eins og svo oft áður í Name it og fann, að mér finnst, hinn fullkomna jakka. Jakkinn er léttur og góður og með flísfóðri. Ysta lagið er vatns- og vindhelt og hentar því einstaklega vel fyrir rigningasama sumardaga. Jakkarnir fást í nokkrum týpum en við völdum svona túrkisgrænan lit sem mér finnst alveg æðislega fallegur á litla glókollinum mínum.

Við ákváðum að prufukeyra nýja jakkann í góðu rigningarveðri um daginn. Við kíktum í skrúðgarðinn hérna í Keflavík og eyddum smá tíma þar í leiktækjunum sem og “ævintýraferð” um steinagarðinn sem er þar (lítil tjörn á sumrin). Fannar elskaði þetta uppátæki og lék á alls oddi í garðinum, flakkaði á milli leiktækja og hljóp um. Það sem mér fannst yndislegt að fylgjast með honum á hlaupum í sínum ævintýraheimi.

Jakkinn stóðst allar væntingar, á meðan mamman varð nánast blaut inn að beini þá sást varla á drengnum að hann hafi verið úti í rigningunni að leika sér.

Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *