Fyrir&eftir: Þetta virkar til að minnka slit

Fyrir&eftir: Þetta virkar til að minnka slit

 

Ég er að fara langt út fyrir þægindaramman að setja þessar myndir hér inná, en ég vildi bara sýna ykkur ótrúlegan mun á slitunum á maganum á mér og það sé virkilega hægt að gera eitthvað við slit. Þó þau fara aldrei alveg þá er samt hægt að lýsa þau svo ótrúlega mikð.  Ég slitnaði mjög mikið á maganum þegar ég gekk með Viktor og slitnaði en þá meira í fæðingu. Slitinn voru eldrauð og djúp og mér fannst hræðilegt að horfa á þetta og sjálfsálit á líkama mínum hrapaði hrikalega niður.  Ég veit ég á ekki að skammast mín fyrir þau og ég geri það alls ekki, en ég vildi allavega reyna ná mest af rauðu og djúpu slitunum í burtu.

Ég byrjaði að nota derma roller sem ég keypti á ebay, ég hafði heyrt margar góðar sögur um þessa græju og ákvað að skella mér í að kaupa eitt stk, kostaði um eitthvern 700 kr á ebay.Hér er linkur af derma roller. Það sem derma roller á að gera er að örva kollagen og elastín myndun húðarinnar. Kollagen í líkamanum sér um það að halda vefum líkamans sterkum og þegar kollagen framleiðsla minnkar byrja vefir líkamans að mynda hrukkur eða húð slitnar.  Þegar ég las þetta þá var ég bara vá snild, ég ætla sko klárlega að prófa þetta. Mér fannst ég sjá mun en samt ekki nóg. Ég notaði svo hreina e-olíu eftir að ég var búin að rúlla.

img_8198

 

Svo eins og oft áður hef ég talað um kaffiskrúbbin frá Skinboss. Ég byrjaði virkilega að sjá mun þegar ég byrjaði að nota kaffiskrúbbinn. Vá sko, þvílíkur skrúbbur !

Mamma mín benti mér á þennan skrúbb og var ég búin að sjá margar mæla með honum. Ég skrifaði einmitt um kaffiskúbbin í færslu sem þið getið séð hér. Fyrsta sem ég geri er að panta mér kaffiskrúbbinn þegar mamma segir mér frá honum og þegar ég fékk hann í hendurnar var ég svo ótrúlega spennt að ég dreif mig í sturtu, húðin mín eftir fyrstu notkun varð svo ótrúlega mjúk og mér leið svo vel eftir sturtu. Hann hefur ekki bara hjálpað mér með slit heldur líka exem sem ég er með á höndunum.  Skinboss er íslensk framleiðsla í eigu Svandísar, já íslensk framleiðsla ! Hversu geggjað er það, einnig er hún með fleiri vörur í boði. Getið skoðað meira á heimasíðunni hennar skinboss.is  Það eru eingin eiturefni og í skrúbbnum er olía sem verður eftir á húðinni og gerir húðina silkimjúka.  Hann hjálpar þér að vinna á þurri húð,appelsínuhúð,exemi,slitum og margt fleira.

Ég er alltaf að tala um skrúbbinn og mæla með honum við allar vinkonur mínar og kunningja og ég mæli með að þú nælir þér í einn því hann hefur gert kraftaverk fyrir mig og eins og má sjá á þessum myndum sem ég set hér fyrir neðan í þessari færslu þá er það Skinboss að þakka.  Eins og ég sagði hér fyrir ofan þá á ég ekki að skammast mín fyrir slitin mín en ég vildi reyna allt sem ég gæti til að taka roðan og djúpuslitinn í burtu og hann hefur sannarlega hjálpað mér. Ég vildi líka sýna þessar myndir hér að ég vill ekki vera feiminn við að sýna hluti sem er bara partur af mér og lífi mínu, og hjálpa öðrum konum ef þær eru vanda að minnka við slit.  Ég hef verið að nota skrúbbin núna í sirka 5-6 mánuði 2-3x í viku og þessi árángur er rugl.

img_8199

 

Núna er komið að því að setja myndina inn, ég svitna við tilhusunina að setja hana inn en ég verð bara sterkari með sjálfan mig og að komast út úr þessari skel sem ég kem mér oft í. Ég var í sjokki þegar ég fann þessa gömlu mynd þegar Viktor Óli var 11 daga gamall og að bera saman myndirnar var hálfgert sjokk og að sjá árangur var svo hrikalega gaman, ég brosti alveg út að eyrum og að sjá greinilega að kaffiskrúbburinn hjálpaði mér helling.  Ég er ekki hætt að nota kaffiskrúbbin og mun aldrei hætta. Hann er komin til að vera inná baðherbergi hjá mér.

img_6925

Fyrri myndinn er þegar Viktor Óli var 11 daga gamall, þarna sjái þið hversu djúp og rauð slitin voru.  Seinni myndinn er tekin í byrjun júní og eru þið að sjá muninn !!! Þetta er allt kaffiskrúbbnum að þakka og jú smá derma roller en ég fór virkilega að sjá mun þegar ég byrjaði að nota skrúbbinn.  Já ég er órtúlega ánægð með þennan mun og ég get verið stolt af því.

 

Þið getið fylgst með Svandísi á Skinboss fb síðunni og á snapchat :skinboss.is

 

hildur

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments

Share: