Froosh flöskur fá nýtt hlutverk

 

Það er hægt að gera svo ótrúlega margt fallegt með froosh flöskunum fyrir barnafmæli,brúðkaup,baby shower og fleira.

605404a9babb0b6ef12217ee59529a9e1

 

Á flöskunum er miði sem er hægt að taka af en límið sem er undir er pikkfast á, í þessari færslu ætla ég að sýna ykkur hvernig ég tók límið af og nokkrar sniðugar hugmyndir hvernig er hægt að nota flöskurnar.

Guðrún vinkona mín fékk fullt af flöskum gefins því hún ætlar að hafa þær í afmæli hjá dóttur sinni og fórum við í það að taka límið af,  þetta er þvílik vinna en samt svo gaman.  Við byrjuð á því að láta flöskurnar liggja í heitu sápuvatni í 10 mín, svo notuðum við ostaskerara hnífinn til að ná miðunum af .

 

 

Við notuðum svo grindina í uppþvottavélina til að geyma flöskurnar meðan við vorum að ná líminu af hverri og einni, svo það væri ekki sápa og vatn útum allt. Tókum svo eina og eina flösku og skrúbbuðum með svampi sem við dýfðum í olive olíu og matarsóda. Einnig hægt að nota olive olíu og acenton,sítrónudropa og hreinsað bensín. Svo fór hver og ein aftur í grindina þangað til allar flöskur voru lausar við lím. Svo var þeim skellt aftur í heitt sápu vatn í 5 mín.  Svo inní uppþvottavél á lengsta prógrammið til að losna við alla sápu og olíu.

 

Maður þarf alveg góða þolinmæði í þetta en þetta er alveg þess virði því það er hægt að gera svo margt fallegt með þeim.

13153379_10153472028256646_910788923_n

Fann nokkrar hugmyndir á pinterest sem er hægt að nota flöskurnar í og ég ætla setja þær hér með.

 

d68e67c88f57fc0bc7c0fa1bb12d64eb

 

f7bbee14e08b3f2db440024ddf72c776 f92f425fe134321edcc4536ac2964842

 

xxx

hildur

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *