Frönsk súkkulaðikaka með rjómakaramellukremi

Þegar það er svona mikið haustveður úti, eins og er núna, þá er kjörið að nýta tímann innivið og baka eitthvað ljúffengt. Þessi æðislega fanska súkkulaði-, karmellukaka svíkur engann. Ég gerði þessa um daginn þegar ég fékk vinkonu mína í heimsókn en þá ákvað ég að baka eitthvað gott handa okkur. Þetta er með þeim betri kökum sem ég hef smakkað og gert. Ég veit hreinlega ekki hversu oft ég hef bakað þessa köku, en það hleypur örugglega á tugum skipta! Kakan er blaut í sér eins og franskar súkkulaðikökur eiga að vera og svo er kremið algjört nammi. Þetta er klárlega ein af þeim sem maður verður að prufa.

kaka-hildur

4 stk egg
2 dl sykur
200 gr smjör
200 gr suðusúkkulaði
1 dl hveiti

Egg og sykur er stífþeytt saman. Smjör og súkkulaði er brætt yfir vatnsbaði og kælt örlítið. Því næst er bráðinni blandað varlega saman við egginn og sykurinn. Að lokum er hveitið sigtað út í og hrært varlega saman við. Þessu er svo helt í eitt form og bakað við 170°C í 40 mín.

Kremið

1 poki rjómakaramellur (mér finnst þessar frá Nóa bestar)
1 dl rjómi

Karamellurnar og rjóminn er sett saman í pott og brætt við mjög vægan hita. Að lokum er kreminu helt yfir kælda kökuna.

Þessi kaka er æðisleg með ís eða rjóma.

hildur-hlin

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *