Foreldrafrí í Berlín

Foreldrafrí í Berlín

Ég og Eggert skelltum okkur í foreldrafrí í lok febrúar. Við höfum ekki farið neitt tvö saman síðan Viktor Óli fæddist og það var alveg komin tími til. Ég skoðaði nokkrar borgir til að fara til meðan Eggert var á sjó, okkur leyst mjög vel á Berlín og vorum búin að heyra mjög gott frá þeirri borg. Eggert vildi helst fara þangað til að skoða bíla, þar sem Þýskaland er þekkt fyrir flotta og góða bíla, en ég vildi skoða og versla (auðvitað versla), Berlín varð fyrir valinu og vorum við fljót að panta.
Ég pantaði flug á dohop.is og fann þar góð tilboð, við flugum með Wow air, ég hef aldrei flogið með þeim og hef heyrt mismunandi sögur en ég vildi ekki mynda mér neina skoðun á því flugfélagi fyrr en ég myndi sjálf fljúga með þeim. Því miður þá er Wow farið á hausinn og ekki hægt að fljúga með þeim lengur, en get ekkert sett útá flugið hjá þeim og var það æðislegt.

Hótelið pantaði ég í gegnum booking.com og ótrúlega mikið af fallegum hótelum í Berlín en ég vildi fá 100% góða staðsetningu sem væri nálægt öllum túrista stöðunum. Hótelið sem ég fann og pantaði fyrir okkur heitir Park Inn by Radisson á Alexandeplatz.
Sjónvarpsturninn var fyrir aftan hótelið okkar og fullt af flottum búðum þarna í kring, td. var Primark bókstaflega hliðiná hótelinu, ég labbaði útaf hótelinu og inní primark (ég veit að allar konur á íslandi mundu elska það haha), svo var verslunarmiðstöð 5 mín frá með þessum helstu búðum-H&M,Zöru,Vera Moda,Vila,Jack&Jones og fleiri geggjaðar búðir. Geggjuð staðsetning fyrir hótel og vorum við ótrúlega ánægð og mælum mjög mikið með þessu hóteli. Herbergin voru snyrtileg og rúmið var mjög þægilegt.

 

Við komum til Berlín á fimmtudagsmorgni og byrjuðum á að checka okkur inn á hótelið og tókum svo bara rölt um borgina og slökuðum svo bara á restina af deginum og fórum út að borða bara á hótelinu og eyddum svo kvöldinu uppá hótelherbergi að horfa á mynd.
Föstudagurinn fór aðalega í að versla, ég þurfti aðalega að kaupa föt á Viktor Óla þar sem öll fötinn hans voru allt í einu að verða lítil á hann, hann vex svo svakalega hratt, svo var auðvitað verslað á okkur líka. Við fórum svo út að borða um kvöldið á stað sem heitir Block House sem var mjög nálægt hótelinu. Þar fengum við okkur nautasteik og við vorum alveg ánægð en ekki nógu ánægð.

 

Laugardagurinn fór í að skoða og túristast um Berlín. Byrjuðum á að skoða Brandenburg hliðið og mæli svo mikið með að skoða og taka myndir þar, ekkert smá fallegt. Svo löbbuðum við aðeins leingra og þar skoðuðum við Memorial to the Murdered Jews sem var ótrúlega merkilegt og flott, mæli klárlega með að skoða báða þessa staði. Svo röltum við bara um og lentum inná eitthverju bílasafni og skoðuðum það , Eggert mjög ánægður með það þar sem hann er algjör bílaáhugamaður. Það er rosalega mikið af flottum byggingum sem er hægt að skoða og fórum við inní Cathedral kirkjuna sem var sturlað !! Vá þessi kirkja var svo sjúklega flott og gaman að skoða inní henni. Hægt var að fara efst uppí kirkjuna og skoða 360° útsýni sem við sjáum alls ekki eftir að hafa labbað upp svona 300 tröppur haha. Ég var alveg við það að hætta við þegar ég sá allar tröppurnar en Eggert rak á eftir mér þegar ég ætlaði að snúa við.

 

 

 

Við hittum svo vinafólk Eggerst og borðuðum með þeim hádegismat og ætluðum svo að fara uppí sjónvarpsturninn en snarhættum við þegar við sáum röðina. Við munum skoða það næst, já við ætlum klárlega aftur til Berlín. Svo um kvöldið hittum við aftur vinafólk Eggerts og fengum okkur að borða og drykki með þeim og það var spjallað langt fram eftir kvöldi með helling af drykkjum. Svo var ferðinni bara haldið uppá hótel að pakka í töskur og sofa. Við flugum svo heim í hádeginu á sunnudeginum.
Þessi ferð var æðisleg í alla staði og þurftum við parið svo mikið á þessu halda. Ég gæti ekki mælt meira með en að fara í helgarferð til Berínar, bæði hægt að skoða helling og versla.

Getið séð frá ferðinni inná instagraminu mínu ↓

 

 

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments

Share: