FÖRÐUN – Síðustu dagar

FÖRÐUN – Síðustu dagar

Færslan er ekki kostuð en stjörnumerktar vörur eru fengnar að gjöf.

Ég er búin að vera ótrúlega inspired síðustu daga og hef málað mig þó nokkuð mikið, ég er búin að taka saman þær farðanir sem ég er ánægðust með og ætla að sýna ykkur myndir og fara í gegnum vörur sem ég notaði.

Fyrsta lookið er þetta fjólubláa drip look. Ég gerði þetta bara klukkan 9 um kvöldið í einhverju stundarbrjálæði því ég var ekki búin að mála mig í nokkra daga. Fyrir þó nokkru síðan fékk ég pakka frá Nexus en í honum voru meðal annars nokkrir litir af water based body paint* sem mig langaði svo til að prófa og það endaði á þessu, ég var fjólublá allstaðar! Ég setti svo málninguna með fjólubláum shade úr  ES02 pallettunni* frá Kara Cosmetics sem fæst hjá Beautybar en eins og flestir vita hef ég verið í samstarfi við þau í nokkurn tíma og ég er svo brjálað ánægð með vörurnar sem þau eru með. Á augnlokin notaði ég svo Beauty Bakery glimmer sem fælst einnig hjá Beautybar en það heitir Purple Sprinkles*. Augnhárin eru bara einhver gömul sem ég átti liggjandi á snyrtiborðinu og svo toppaði ég þetta allt saman með Dust and dance glimmer flögum en Haustfjörð.is er með Dust and Dance.

Þetta look er í sérstöku uppáhaldi en ég þurfti reyndar ekki að nota margar vörur. Rauði varaliturinn er einhver gamall sem mamma átti, en ég notaði hann líka á augnlokið ásamt því að grunna með einum úr 28 Excuses Pallette – Leo Matte frá Rude Cosmetics*. Gerviblóðið* er síðan úr Nexus en ég var að prófa að nota það í fyrsta skipti og fyrir utan bragðið þá var þetta ótrúlega skemmtilegt. Blóðrendurnar á enninu bjó ég til með límbyssu. Ég leyfði líminu að þorna, skar það þá í það form sem ég vildi, naglalakkaði yfir með svörtu OPI naglalakki og notaði svo rauða glimmerið úr Sparkle Bar pallettunnii* sem fæst hjá lineup.is (og er á tilboði!) Svo límdi ég allt heila klabbið á með duo augnháralími.

Og þá er komið að held ég umdeildasta looki sem ég hef gert en fólk talaði mikið um þetta, gekk svo langt að einhverjir sendu barnsföður mínum screenshot af þessu til að reyna að gera eitthvað lítið úr mér. Ég gerði þetta á afmælinu mínu og DAMN hvað ég er stolt af þessu sama hvað einhverjar smásálir halda. Body paintið* er frá Nexus en með nægilega stórum bursta og alveg 2 umferðum tókst mér að gera þetta þó nokkuð þekjandi, burstinn sem ég notaði hinsvegar verður þakinn í silfurglimmeri að eilífu. Kórónuna bjó ég til fyrir löngu síðan úr svörtu kartoni og álpappír, fann aldrei tilefni til að nota hana – fyrr en þarna. Viðeigandi! Augnförðunin var basic smokey og í hana notaði ég Rude palletuna sem ég minntist á hérna ofar frá Beautybar og innar á augnlokinu er sami silfurlitaði og á líkamanum bara til að augnförðunin poppi smá. OG að aðal dæminu – the body jewles eru frá The Gypsy Shrine en Haustfjörð.is tók þetta merki inn fyrir smá síðan og halló halló ég elska þetta. Þetta er líka fjölnota svo ef þú passar umbúðirnar þá geturðu notað þetta aftur og aftur!

Fyrir þetta notaði ég fjólubláa og bleika augnskugga úr ES02 pallettunni á augun og í kringum munninn og hvíta LA girl liquid linerinn* sem fæst hjá Beautybar fyrir augabrúnir. Augnhárin sem ég notaði eru Barb frá Flutter lashes en ég tók svo ljósfjólublátt karton, klippti út nokkra strimla og límdi ofan á. Ekki spurja afhverju. Varaliturinn er Drug Lord frá Jeffree Star Cosmetics. Ég er ekki góð í að nota varaliti ef ég á að vera hreinskilin, aldrei komist uppá lagið með að setja þá á mig en ég prófaði að gera um daginn svona clown inspired lip shape og ég er LIVING for it.

Þá að base-inu. Fyrir allar farðanir sem ég geri nota ég sama grunninn, ef það virkar afhverju breyta? LA girl primerinn* sem fæst hjá Beautybar, Fit Me farðann, hyljarann og setting púðrið sem ég keypti bara í hagkaup, KatVonD shade + light sem ég fékk í gjöf frá vinkonu minni til að skyggja og svo Skin Frost frá Jeffree Star cosmetics til að highlighta.

Þangað til næst!

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: