FÖRÐUN – Hvítar rósir

FÖRÐUN – Hvítar rósir

Ég tók nokkra daga í síðustu viku þar sem sköpunargáfan var uppúr öllu valdi og ég fékk svo margar förðunarhugmyndir að ég verð líklega út þetta ár að framkvæma þær allar.

Sú fyrsta var þessi hinsvegar og ég var ótrúlega ánægð með það hvernig þetta tókst. Smá föndur, pínu lím (sem ég er nýbúin að klára að ná af mér, egh) og hellingur af tíma.

Blómin: Rósir sem ég pantaði af Aliexpress hér. Og föndraði svo smá kórónu úr.
Kjóllinn: Yndislegur kjóll sem ég fékk í Centro.
Doppur hjá augunum: Liquid lipstick frá Jeffree Star cosmetics í litnum Druglord og svo frá Ofra í litnum Hollywood
Augabrúnir: Druglord frá Jeffree Star Cosmetics
Álfaeyru: Nexus

OG hvernig gæti ég gleymt highlighternum en ég fjárfesti í Skin Frost frá Jeffree Star Cosmetics og ég sver, I’m glowing to the gods!

Þangað til næst!

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: