FÖRÐUN – fjólublár álfur

FÖRÐUN – fjólublár álfur

Í dag gerði ég look í tilefni þess að ég fékk núna á mánudaginn gullfallegan pakka frá Nexus sem innihélt meðal annars 4 mismunandi týpur af álfaeyrum! Ég fékk fleira góðgæti og mun sýna ykkur það allt saman með tímanum en ég bíð spennt eftir að hafa tíma til að fikta mig aðeins áfram með þetta.

Ég fór inní þetta vitandi nákvæmlega ekki neitt hvað ég ætlaði að gera eða hvernig, en ég vissi að ég ætlaði að nota fjólubláan og svo álfaeyrun. Þetta endaði svo svona og ég verð að segja að mér líkar þetta bara ágætlega! Álfaeyrun eru auðveld í notkun og gott að móta þau að þínum eyrum og þegar ég verð búin að læra alminnilega að fela skilin og litaleiðrétta þetta þá held ég að þetta verði alveg geggjað! (Mætti samt í vinnuna í dag með lím á eyrunum því ég nennti ekki að þrífa það alminnilega eftir að hafa prófað eyrun í gær, smekkleg Ingibjörg, smekklegt)

30176870_10156389351534885_1811976635_o

30176347_10156389351499885_964142547_o

Augnskuggapallettan sem ég notaði er frá Kara en hún fæst hjá Beautybar, liquid linerarnir sem ég notaði á ennið á mér og highlightið eru frá Jeffree Star og eins og ég sagði áður eru álfaeyrun frá Nexus en þar er hægt að finna margar mismunandi týpur.

Þangað til næst!
Stay strange.
Ingibjörg.jpg

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: