Halloween förðun – BEETLEJUICE

Halloween förðun – BEETLEJUICE

Stjörnumerktar vörur fékk höfundur að gjöf.

Halloween lookin halda áfram. Ég er búin að sjá svo margar stelpur gera Beetlejuice förðun og ég bara varð að vera ein af þeim.

IT’S SHOWTIME!

Fyrir þessa förðun notaði ég body/face paint pallettuna* frá Törutrix en hún fæst hér til að búa til kragann en fyrir sjálfa augnförðunina notaði ég Köru palletuna* sem ég hef svo oft talað um (enda uppáhalds palletan mín og ég nota hana yfirleitt alltaf eitthvað þegar ég mála mig) en hún fæst hjá Beautybar hér. Augnhárin sem ég notaði að þessu sinni eru KLIKKUÐ! En það eru Warewolf augnhárin frá LA Splash cosmetics* og fást þau líka hér hjá Beautybar. LA Splash gaf út sérstaka Classic horror lashes línu fyrir ekki svo löngu síðan og 10/10 mæli ég með að skoða þau hér. Kosturinn við þessi augnhár er að þau eru sjúklega dramatísk (s.s right up my alley) en samt svo létt, ég t.d var með þau í 12 tíma núna um daginn og fann varla fyrir þeim – svo þau eru fullkomin fyrir hrekkjavökuteitið!

 

Augabrúnirnar voru a whole new level fyrir mig en ég ákvað að prófa að gera glitter brows svona af alvöru. Fyrst grunnaði ég með grænum lit úr Köru palletunni minni en svo notaði ég græna glimmer eyelinerinn* frá Törutrix (sem fæst hér) og girl ég var living for it, ég á líka svona bleikt og hlakka til að gera aftur svona glitter brows.

Farðinn sem ég notaði var svo minn elskulegi LA Girl farði, þessi hvíti – for us dead people. Geta ekki allir verið tanaðir allt árið. Eða ever.

Til að líkja eftir mosa í framan notaði ég Liquid Latex en þetta var einnig í fyrsta skipti sem ég prófaði að nota það, ah ammóníak lyktin sem kom, ég sver ég var mætt í fyrstihúsið á Þórshöfn aftur. Ég plokkaði svo bara smá upp með plokkara til að gera hrjúfa áferð og notaði svo andlitsmálningar palletuna og Köru palletuna til að blanda græna litinn fullkomlega.

Ég held að þetta sé mitt uppáhalds look sem ég hef gert – eða, ég veit það ekki. OKEY mér fannst þetta allavegana geggjað. Nema, hárið á mér var grænt í marga daga eftir á, en ég er svosum vön því.

Þangað til næst – stay spoopy!

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: