Ferðin til Noregs

Ferðin til Noregs

Ég og Viktor Óli skelltum okkur til Noregs 18-22 maí til vinkonu minnar. Ég datt á mjög ódýrt flug og að fara út var eigilega skyndiákvörðun, en samt svo gaman því ég hef ekki farið til Fanneyjar vinkonu minnar síðan hún flutti út. Fanney á strák sem er 6 mánuðum yngri en Viktor og eru þeir algjörir töffarar saman.  Þó að Viktor hafi aðeins ráðskast með Halldór Vigni í byrjun og svo voru þeir farnir að rífast um hlutina en þeir voru samt svo sætir saman.  Ég ætla bara aðeins að leyfa ykkur að lesa um hvað við gerðum og hvað ég hefði viljað gera betur.

 

Þetta var í fyrsta skipti sem ég ferðast með Viktor erlendis og ég var ekki með allt á hreinu hvernig þetta yrði.  Ég var buin að lesa allskonar á netinu hvað ætti að taka með og hvað ég ætti ekki að taka með.  Ég tók eina tösku fyrir okkur og auðvitað nóg af fötum á hann því þessi börn skíta sig út og það þarf nánast að skipta um föt 2 svar á dag. Það sem ég tók með í skiptitöskuna var : bleyjur,blautþurrkur,aukaföt,pela,mjólk,stútkönnu,cheerios og skvísur. Ég steingleymdi að taka dót fyrir Viktor, ég hefði viljað vera með eitthvað dót.

Við flugum um nóttina og ég sé mjög mikið eftir því að hafa pantað næturflug. Ég var búin að gera mér of miklar vonir um að hann myndi bara sofa í fluginu en svoleiðis var það ekki, ég þurfti að láta hann sofna á sínum svefntíma hér heima, því það var alveg ómögulegt að halda honum vakandi og var ég með hann klæddan í fötin sem hann átti að fara uppá flugvöll í. Svo klæði ég hann í skó og úlpu þegar við áttum að fara upp á völl, og hann auðvitað glaðvaknar eftir smá svefn.  Ég var þá bara að vona að hann myndi sofna í fluginu en það var allt svo nýtt og spennandi að hann vildi helst bara hlaupa um flugvélina.

Hann grenjaði nánast alla flugferðina, bæði úr of mikilli þreytu og pirraður að mega ekki labba um allt og skoða. Ég hálf skammaðist mín hversu mikið hann grét,  en ég átti auðvitað ekki að skammast mín. Þetta er barn og það tjáir sig ekki öðruvísi nema með gráti.  Ein flugfreyjan var mjög hjálpsöm og tók hann aðeins fyrir mig og leyfði mér að anda, að ferðast ein með barn er ekki auðvelt. Sérstaklega ekki svona þrjóskupúka eins og ég á.  Svo kemur ein flugfreyja til mín og biður mig um að fara bakvið því ég væri að trufla svefn hjá fólkinu sem væri í fluginu, mér langaði helst að stökkva ofaní holu og vera þar því ég skammaðist mín svo. En afhverju var ég að skammast mín ? Hann sofnar svo loksins eftir langa barráttu en þá var bara klukkutími eftir af fluginu , ég var sjálf ekki búin að sofa neitt í sólahring og þurfti að reyna að ná smá hvíld.

Fanney var svo yndisleg að koma og sækja okkur og hún býr u.þ.b 40 mín frá flugvellinum, það var svo gott að sjá hana loksins eftir langa ferð.  Þegar við komum heim til hennar þá neitaði Viktor að fara að sofa og hann dauðþreyttur og ég auðvitað líka.  Hann gerði ekkert annað en að væla og vissi ekkert hvað hann vildi.  Við ákváðum að rölta út í búð og loksins sofnaði  minn maður í kerrunni, við vorum bara með mjög kósý dag og sátum bara úti á svölum í sólinni að spjalla, svo var bara farið snemma að sofa eftir langan dag.

Viktor átti mjög erfitt með rútínu þarna úti og er hann vanur að fá pela fyrir svefn og vera lagður í sitt rúm og sofna sjálfur, en við vorum ekki með barnarúm þarna úti og ég þurfti að rugga honum í kerrunni öll kvöld þangað til hann sofnaði.  

Ég ætla ekkert að skrifa um hvern dag fyrir sig en aðeins að fara bara yfir hvað við gerðum. Við skelltum okkur í mollið sem er 3 mín frá þar sem Fanney býr,  ekki leiðilegt fyrir kaupsjúkling eins og mig.  Það var auðvitað verslað aðeins í H&M á mig og Viktor, ég var búin að gera smá lista það sem vantaði fyrir okkur og ég náði að kaupa allt á listanum, mér til mikillar ánægju-samt ekki kallinum haha. Fanney var ekkert smá yndisleg að elda fyrir okkur öll kvöld og á hún hrós skilið hvað hún er dugleg mamma.  Alla dagana var farið út í smá göngutúr,leikið og horft á bíómynd.  

Á laugardaginn fórum við í miðbæ Osló, ótrúlega gaman að sjá menninguna þarna og það var auðvitað farið í nokkrar búðir. Viktori fannst æðislegt að sitja og horfa á allt fólkið í góða veðrinu.  Svo þegar við komum heim var borðað góðan mat,svæft börninn og setið svo framm á kvöld og drukkið smá bjór og spjallað.    

Á sunnudagskvöld flugum við heim ,Fanney skutlaði okkur á flugvöllinn og kom og hjálpaði mér með dótið inn.  Viktor var orðinn eitthvað slappur og ég vonaði að hann myndi bara hvílast í flugvélinni.  Flugvélin var full og lítið um pláss, ég settist hliðiná konu og strák sem voru hreint alveg yndisleg, ég öll sveitt að burðast með barnið og tösku og hann byrjaði strax að spjalla við Viktor meðan ég var að finna allt til svo ég gæti sest. Ég fékk frá flugfreyjuni heyrnatól fyrir Viktor og ég setti bíómynd fyrir hann og gaf honum pela. Í flugtakinu þá sofnaði hann, ég var svo feginn því þá þyrfti ég ekki að díla við öskrandi barn alla ferðina.  Svo þegar það er sirka 40 mín eftir af fluginu þá vaknar hann, grætur svo sárt og byrjar að kúgast, og ælir á mig,í hendurnar á mér og á sjálfan sig,  váá frábært….Ég byrjaði að svitna á stöðum sem ég vissi ekki að væri hægt að svitna á. En þarna sá ég hvað sumt fólk er algjörlega til í að hjálpa og sumt fólk ekki,  ég meina ef þið sjáið einhverja móðir eina með barn og það er vesen, hjálpið til !  Það munaði mér svo miklu að þessi strákur sem sat hliðiná mér hjálpaði mér, hann kallaði á flugfreyjuna og ég fékk poka og pappír til að þurkka okkur.  Þó það hafi verið smá hjálp þá var það svo yndislegt, því í þessari stöðu vantaði mér hjálp.  Þegar flugvélinn lenti þá bauðst strákurinn að taka hann fyrir mig og hann spjallaði við hann og hélt honum rólegum. Takk kærlega fyrir alla hjálpina yndislega fólk sem ég sat hliðinná. Mamma og pabbi komu svo að sækja okkur og Viktor steinsofnaði í bílnum á leiðinni heim, þegar við komum heim þá klæddi ég okkur úr fötunum og beint uppí rúm og við sváfum svo vel þessa nótt.

img_7206

 

Vonandi var skemmtilegt að lesa smá um lífið og tilveruna.

Þangað til næst <3

hildur

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments

Share:

1 Comment