Fataskápa inspó og FYRIR MYNDIR!

Fataskápa inspó og FYRIR MYNDIR!

Mér finnst bara sjúklega gaman að bombarda ykkur með fyrir myndum af húsinu og leyfa ykkur að fylgjast með hugsanaferlinu mínu, það gerir allt svo miklu skemmtilegra þegar ég geri svo masterpost um hvað við erum búin að gera fyrir heimilið okkar.

Nú er baðherbergið á fulle swing, eða svona – kom smá hiksti en það er nánast búið að flísaleggja! Svo ég eðlilega er farin að huga að næstu breytingu. Um daginn fékk ég ógeð á fataskápnum inni hjá okkur, hann er svona innbyggður inn í vegginn, viðarlitaður og … Bara gamall. Og eins og flestu þá þarf að skipta þessu út einhverntímann. Mér datt í hug að taka skápinn bara í burtu og þannig stækka rýmið, herbergið er ekkert ofboðslega stórt. Í staðin fyrir skápinn gætum við svo hengt upp fataslár og sett kommóðu eða annað slíkt en ég er líka smá bara pínu að vona að með því að hafa þetta þannig endi fataskápurinn ekki alltaf í einu allsherjar chaosi – en í dag lítur hann semi út eins og einhver hafi reynt að ræna mig og byrjað á að róta til í fataskápnum.

Svona litur fataskápurinn út í dag (já, ég færði draslið frá – skammast mín ekki einu sinni):

Processed with VSCO with preset

Og svona er ég að spá í að loka útkoman verði svipuð eins og á myndinni hér efst í blogginu.

Hafið þið farið í svipaðar framkvæmdir? Ef svo er, er ég alveg til í að sjá myndir af því!
Þið getið líka fylgst með mér á snapchat undir notendanafninu; iingibjorg og á instagram undir notendanafninu; iingibjorgeyfjord
Þangað til næst 🙂

Ingibjörg.jpg

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: