Farðanir síðustu vikur PART III

Farðanir síðustu vikur PART III

.. Eða eitthvað. Allavegana – fleiri farðanir! Ég hef reyndar verið í förðunarlægð einhverri og hef ekki sest við snyrtiborðið mitt í örugglega 3 vikur rúmlega. Finn bara engann innblástur og hef rosalega lítinn metnað í þetta, hef ekki einu sinni litað á mér hárið og það segir þeim sem þekkja mig ýmislegt.

Ég endurgerði gamalt look sem ég gerði fyrir nokkrum árum þegar ég var að byrja að mála mig af einhverri alvöru. Fyrir þetta notaði ég sama grunn og ég nota oftast, Wunder2cosmetics farðann minn sem ég fékk í gjöf frá Törutrix og nýja Lost&Found(ation) hyljarinn. Glimmerið er eitt af mínum uppáhalds frá Dust&dance en ég er enn að finna glimmer út.um.allt eftir þetta. Hvað er málið með glimmer og það fer undir allt og inní allt. Varaliturinn er frá Rude Cosmetics úr Crime does not pay settinu. Nú komum við að leyndarmáli sem ég þarf að deila með ykkur. Augnhárin sem ég er með – ég veit ekkert hvaða augnhár það eru. Í flestum lookunum mínum þessa dagana hef ég ekki hugmynd um það þar sem ég gleymi alltaf að setja þau aftur í kassann og svo ruglast þetta allt saman og fer í köku. EN ég veit að neðri augnhárin eru frá Red Cherry.  Highlightið er svo Skin Frost frá Jeffree Star.

Chokerinn er frá minni yndislegu Hebu og skyrtan úr Rokk og Rómantík.

Ah mér leið svo vel þegar ég var búin að gera þetta. Þetta er my element, alien like engar augabrúnir, línur og svartur varalitur. Augnskugginn, eyelinerinn og highlighterinn er allt frá Rude Cosmetics (okey lofa ég fer að prófa aðrar vörur en þú veist, if it works why change it) Varaliturinn er frá L.A Girl og er everlasting – hann f e r ekki af og það er bæði gott og slæmt svona þegar ég hugsa útí þaðð. Grunnurinn er líka frá Rude, farðinn, setting púðrið og highlighterinn. Án gríns mæli með að þið skoðið vörurnar frá Rude, þær eru geggjaðar. Og olíu primerinn hefur bjargað lífinu mínu.

Chokerinn er frá Killstar og peysan frá Front Clothing Group úr Empowered línunni.

Innblásturinn af þessu fékk ég frá stelpu sem heitir Victoria Campbell, eða theproserpina á Instagram. Ég notaði bæði Kara Beauty palettuna mína og Rainbow Splash palettuna. Mig langaði ekki að gera mar á bæði augu svo ég prófaði að gera svart smokey eye, eitthvað sem ég geri ekki oft en ætla klárlega að gera oftar í framtíðinni.

Og svo þetta, ég hef ekki oft notað bláann því ég er ekkert svo örugg með að blanda hann en ákvað að slá til. Hárið hylur vel hversu illa blandað þetta er öðru megin een það kemur eftir því sem ég nota bláann oftar. Ég á það til að halda mig í bleikum og fjólubláum en ég er öruggust þar en það er ekki það sem ég vill fá útúr förðuninni minni, ég vill ýta mér útúr rammanum. Rainbow Splash palettan kom sér vel þarna en litirnir í henni eru pigmentaðir og fallegir. Undir notaði ég svo glimmerið mitt frá Dust&Dance. Áður en ég sagði upp Morphe Me áskriftinni minni (ég á hafsjó af burstum orðið, þurfti ekki fleiri) notaði ég punktana mína til að fá einn varalit frá þeim, fallegur nude mattur varalitur sem mér fannst fara vel við þetta look! Highlighterinn er svo frá Jeffree Star, ég á akkúrat von á nýju snyrtidóti frá Jeffree Star – kannski kemur það mér í förðunargírinn aftur.

Þangað til næst!


Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: