Farðanir síðustu vikur PART I

Farðanir síðustu vikur PART I

Ég fékk nýjan síma núna í jólagjöf frá Tryggva, er búin að koma mér upp hinni fínustu förðunaraðstöðu og finna lýsingu sem mér líkar best við fyrir myndirnar mínar svo síðustu vikur er ég búin að vera gjörsamlega óstöðvandi! Ég mála mig orðið alltaf á kvöldin eftir að börnin sofna og er það bara mín ljúfa stund sem ég á með Herra Ru Paul.

VALENTINES LOOK

Þetta var fyrsta lookið sem ég póstaði eftir social media blackoutið mitt. Ég var að prófa helling af nýju og það kom svo vel út! Ég endurgerði look sem ég sá á instagram eftir hana makeupmouse en hún er sjúklega fær og ég mæli með að þið skoðið hana hér.

HÚÐ ➡ @wunder2cosmetics last & foundation* en fyrir léttann farða er þetta my go to. Fyrir meiri þekju og svona þegar ég er að fara eitthvað út á lífið nota ég Double Trouble frá Rude.
AUGU ➡ @karabeautyofficial ES2 (gat verið, ég nota þessa palettu í öll mín look) og @rudecosmetics LEO Matte*
AUGNHÁR ➡ @velourlashesofficial * og neðri augnhárin eru frá @redcherrylashes*
GLIMMER HJÖRTU ➡ @karabeautyofficial ES18 COLOR GALAXY PALETTE* kræst hvað þetta var erfitt að gera en 10/10 þessi virði.
VARIR ➡ @ofracosmetics Angeles liquid lipstick og guð ég man ekki hvaða varablýant ég notaði, mamma á hann og hann er örugglega á svipuðum aldri og ég.
HÁR ➡ @tytodreads
CHOKER ➡ @habe_by_heba* en hún er allgjör snillingur, þetta er sá chocker sem ég nota hvað mest en hann passar við allt, note to self þarf fleiri.

80’S GLAM LOOK

Good god yes. Ég var með möllett og á samfesting svo það lá beinast við að gera 80’s look. Þegar ég horfi á þessa mynd sé ég samt að ég hefði vel plummað mig á þessum tíma!

ANDLIT ➡ @rudecosmetics dobule trouble farðinn, kinnaliturinn frá þeim í litnum ‘Josephina’ og skyggingarpallettan þeirra ´sculpting countour trio’ * highlighterinn er svo frá @jeffreestarcosmetics Skin frost ‘ice cold’
AUGU ➡ @karabeautyofficial ES2 go figure*
AUGABRÚNIR ➡ @nyxcosmetics liquid suede ‘amethyst’ en vinkona mín gaf mér hann og ég nota hann allllltaffffff.
AUGNHÁR ➡ @velourlashesofficial *
VARIR ➡ @cailynmakeup liquid lipstick*
HÁR ➡ @tytodreads and Layton House haircolor* frá @harvorur.is en núna undanfarið hef ég eingöngu notað hárlitina frá þeim og verð alltaf ánægðari og ánægðari. Þessi litur helst endalaust!

FUCK OFF

Þetta look var meira statement en nokkuð annað. Núna er komið ár síðan ég rakaði af mér augabrúnirnar, fyrst var þetta bara ein önnur hvatvís ákvörðun, hafði séð nokkrar gera þetta þegar ég var yngri (hollaaa goth phase) og svo náttúrulega Jeffree Star en ég ákvað að kýla á það. Síðan þá hefur þetta ekki bara gefið mér endalaust frelsi þegar kemur að förðunum heldur aukið sjálfstraustið mitt. Ég er geimvera í hjarta mínu og þetta hjálpaði bara til. Í þessa förðun notaði ég bara vörur frá Rude Cosmetics en þær fást allar hjá Beautybar og þið getið skoðað vörurnar þeirra hér! Ég var einnig að nota rauðan varalit í fyrsta skipti – og klárlega ekki það síðasta.

ANDLIT ➡ Double trouble foundation, sculpting contour trio and ‘all eyes on me’ bakaði highlighterinn þeirra!*
AUGU OG AUGABRÚNIR ➡ Police eye liner up eyeliner penninn*.
AUGNHÁR ➡ @velourlashesofficial* og ég veit ekki hvaða augnhár þetta eru á neðra augnloki, eitthvað sem ég fann klippt til ofan í skúffu.
VARIR ➡ Notorious matte lip color í litnum ‘bewitching’

Þar til næst!

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: