Fallegt næturljós – AFSLÁTTARKÓÐI

Screenshot_20170601-104522

Vöruna fékk ég að gjöf

 

Við fjölskyldan fluttum í nýtt húsnæði núna í byrjun nóvember og þýddi það auðvitað að Fannar Máni fékk nýtt herbergi. Með nýju herbergi bætast alltaf einhverjir hlutir við og er nýjasta viðbótin í herbergið hans þetta fallega náttljós. Ég gjörsamlega kolféll fyrir þessu næturljósi en mér finnst það alveg einstaklega fallegt. Núna þegar Fannar er farinn að sofa í sínu herbergi vantaði okkur einmitt ljós með fallegri birtu svo hann þurfi ekki að sofna í algjöru myrkri.

Náttljósið þyrlar glimmeri um glerkúluna og varpar breytilegum litum um svefnherbergið. Eftir 45 mínútur slekkur ljósið svo á sér, en þá eyðir það ekki rafhlöðunni eftir að barnið er sofnað. Þetta ljós kemur í nokkrum týpum en við völdum okkur hvítt rebba ljós, en það smell passar inn í litaþemað í nýja herberginu. Við gætum ekki verið kátari með nýju viðbótina. Hægt er að skoða ljósið betur hér https://www.litiliupphafi.is/product/djeco-nattljos-refur

 

Screenshot_20171205-212811

 

Ljósið fengum við í netversluninni Lítil í upphafi og er það frá merkinu Djeco. Lítil í upphafi er vefverslun með barnavörur og má finna hjá þeim mjög góðar og vandaðar vörur frá merkjum eins og Bergstein, Sebra, Done by deer og Djeco. Verslunin er einungis netverslun og senda þau frítt heim að dyrum á höfðuðborgarsvæðinu og á pósthús þess utan. Þau bjóða einnig upp á að fólk geti komið og sótt vörurnar sem og mátað eins og t.d stígvélin frá Bergstein.

Ég mæli klárlega með að kíkja og versla eins og eina eða tvær jólagjafir hjá þeim, frábær og skjót þjónusta. Þess má geta að Lítil í upphafi verður á Jólamarkaði netverslana sem haldin verður í Síðumúla 11 milli klukkan 11-17 helgina 9. – 10. desember. Hér er hægt að skoða viðburðinn nánar -> www.facebook.com/events/312499942564886/

 

Lítil í upphafi ætla að gefa lesendum okkar 10% afslátt af öllum vörum og 20% af Bergstein stígvélum fram á föstudag með kóðanum Öskubuska.

 

HildurHlín

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *