Evolu matarstóllinn

Evolu matarstóllinn

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Húsgagnaheimilið.

Í vikunni bættist við nýr meðlimur í stólafjölskylduna við eldhúsborðið. Við erum með Link stóla úr Ilvu við eldhúsborðið og var því gráupplagt að Evolu stóllinn frá Húsgagnaheimilinu fengi að bætast við en hönnunin á honum er virkilega falleg og passar vel við áðurnefnda eldhússtóla okkar.

 

 

Þessi stóll er ekki bara stóll, hann er algjör snilld. Valur er rúmlega 4 mánaða og ekkert sérlega þrekvaxinn en hann situr eins og kóngur í ríki sínu í þessum stól. 5 punkta beltið heldur honum uppréttum og svo er sessan silkimjúk sem við fengum okkur innan í stólinn á meðan hann er enn svona lítill, sko ég er að tala um: mig langar að leggjast á hana mjúk!

Borðinu er svo bara smellt á stólinn með einu handtaki og þá getur minn maður setið og ýtt öllu því dóti sem ég rétti honum fram af því þar til ég hætti að nenna að rétta honum það aftur.

Þessi stóll hefur 3 mismunandi hæðarstillingar. Hann má hafa við hærri borð eins og barborð og eldhúseyjur (en algengt er að matarstólar fyrir börn passi ekki við slík borð). Við venjuleg matarborð og svo þegar barnið er hætt að nota hann sem matarstól má lækka hann í barnanna hæð og hafa hann í barnaherberginu eða hvar sem er, þar sem barnið getur setið í honum. Svo má líka bæta skíðum undir hann og hafa hann sem ruggustól.

 

 

Við völdum okkur gráan stól með gráum fótum en það passaði best við eldhússtólana okkar sem eru flestir með svörtum fótum en einnig er hægt að fá svartan stól og hvítan og ýmist svarta fætur, hvíta eða viðarlitaða. Silkimjúka sessan kemur líka í mörgum litum og kemur víst engum á óvart að ég hafi valið mér gráan lit á hana líka.  Húsgagnaheimilið er með ótrúlega ólýsanlega óútskýranlega mikið úrval af barnavörum; leikteppi, ömmustólar, baðdót, húsgögn, öryggisvörur… bara nefndu það! Hægt er að skoða flest allt held ég á heimasíðunni þeirra hér.

 

Þangað til næst <3

 

 

 

 

 

 

Author Profile

Selma

Selma er 27 ára móðir frá Húsavík. Búsett í Reykjavík ásamt syni sínum Val Frey (2017). Hún er með Ba. próf í almennum málvísindum og leggur nú frekari stund á nám í íslensku við Háskóla Íslands. Áhuginn liggur í flestu tengdu Íslandi og íslensku en einnig öllu sem viðkemur móðurhlutverkinu, heimilinu, lífsstíl, þrifum, skipulagi og svo mörgu öðru.


Facebook Comments