Erum við að leita að þér?

Erum við að leita að þér?

Við á Öskubusku ætlum aðeins að stækka við okkur og leitum við því að nokkrum frábærum einstaklingum til að vera fastir pennar á síðunni.

Hefur þú áhuga á lífsstíl, heilsu, hönnun, handavinnu, tísku, förðun eða brennur því fyrir eitthvað annað málefni sem þig langar að skrifa um, þá gæti verið að við séum að leita að þér.

Ef þú hefur áhuga á að vera hluti af Öskubuskuteyminu sendu okkur þá póst á oskubuska@oskubuska.is með helstu upplýsingum um þig, tveimur prufubloggum með myndum sem þú hefur tekið, link á samfélagsmiðlana þína og sýndu okkur hvað þú hefur skemmtilegt upp á að bjóða. Einu kröfurnar eru að þú hafir brennandi áhuga á viðfangsefninu.

 Umsóknarfrestur er til 10. nóvember, en frekari upplýsinga er hægt að nálgast með því að senda okkur póst á oskubuska@oskubuska.is

 

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share: