Enn eitt hárbloggið

Enn eitt hárbloggið

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Modus hárvörur og fékk höfundur vörurnar að gjöf en skoðanir eru alfarið mínar eigin).

Yes. Enn einn bloggarinn með eitt enn hárvöru bloggið.
Ég þarf samt að viðurkenna eitt, ég hef aldrei átt eða notað annað sjampó en ódýru sjampóin úr Bónus (nema það teljist með þegar ég fór í sturtu hjá mömmu og stal fína sjampóinu hennar sorry mamma.) Mér persónulega finnst þetta þó nokkuð afrek miðað við hvað ég hef látið hárið á mér ganga í gegnum og hvað ég er gömul (tuttuognæstumátta takk fyrir). Allar þessar aflitanir og litanir sem endaðu svo á því fyrir rúmlega ári síðan að ég gafst uppá hreiðrinu á hausnum á mér og rakaði það af. Hárið á mér var eins og nornastrákústur with a mind of its own og það var varla hægt að greiða í gegnum það. Núna hinsvegar ætla ég að hugsa aðeins betur um hárið á mér, það auðvitað þarf að vera nánast hvítt svo ég nái þvíjafn litríku og ég vill, en ég aflita það ekki allt í hvert skipti sem ég refresha litinn.

Ég t.d hef verið að safna smá rót núna undanfarið og mun svo bara lita rótina en ekki allt heila klabbið eins og venjulega. Það hjálpar líka að ég er að nota hárlitina frá Layton house (sem ég fékk einnig að gjöf og ég mun gera sér blogg um þá við tækifæri) sem fást einnig hjá Modus og hingað til hafa þeir farið ótrúlega vel með hárið á mér. En aftur að því að halda hárinu fínu.

Þar kemur Hemmi minn inní dæmið. Hann er þannig manneskja að sama hvern þú spyrð það hafi allir eitthvað gott að segja um hann og Modus. Og mín reynsla er ekkert öðruvísi. Hann gaf mér REF Illuminate Color sjampó og hárnæringu – til að prófa og svo Hairburst vítamínið – öllu tjaldað til svo ég geti verið með skínandi fallegt hár! Ég hef eins og flestir heyrt ótrúlega góða hluti um Hairburst en meðal annars hefur mamma mín notað það með ótrúlega góðum árangri. Ég er bara ein af þeim sem finnst hárið á mér vaxa ótrúlega hægt, stundum finnst mér eins og það vaxi öfugt og styttist með hverjum mánuðinum og eftir 2007 Britney Spears melt downið mitt væri ég alveg til í að það myndi vaxa aðeins hraðar.

Illuminate Color er er byggð á lífrænni Acai olíu og hörfræ olíu. Þær eru notaðar til að byggja upp mýkt og hjálpar við viðgerð á hárinu (I feel attacked en if the shoe fits…) Þessi olía er svo stútfull af góðum fjölbreyttum vítamínum sem sakar aldrei.

REF Illuminate color sjampóið er sulphate frítt sjampó með efni úr jurtum sem eru sérstaklega valin til að vernda, styrkja og veita gljáa bæði fyrir náttúrulegt og litað hár. Þessi einstaka formúla varðveitir að liturinn og vítamínin leki ekki úr og hjálpar með glans og rafmagnað hár. Þið getið keypt sjampóið hér.

Og hárnæringin er næring sem inniheldur efni úr jurtum sem eru sérstaklega valin til að vernda, styrkja, næra og losa flækjur. Einnig veitir það gljáa fyrir bæði náttúrulegt og litað hár, bætir við gljáa í hárið og hárið verður viðráðanlegra. Þið getið keypt sjampóið hér.Ég hef núna notað þessar vörur í mánuð og sé ótrúlega mikinn mun á hárinu mínu. Það er mýkra og flækist ekki jafn mikið, JÁ ég er með endalaust stutt hár og toppnum tókst samt alltaf að flækjast! Það glansar einnig meira og er almennt fallegra og heilbrigðara.

Svo síðast en ekki síst, Hairburst. Þetta fyrirbæri valtaði yfir markaðinn og virðist ekkert ætla að minnka í vinsældum. Sögur af ágæti þess heyrast stöðugt úr öllum áttum og ég er hissa á að ég hafi ekki prófað þetta áður (again telst ekki með þegar mamma lét mig taka nokkur hjá sér).

Hairburst hjálpar til við hárvöxt og heilbrigði hárs og inniheldur meða annars;

  • Collagen & MSM
  • Biotin & Silica
  • Vitamins A, B’s. C & D.
  • Folic & Pantothenic Acid’s

Efnið er glútenlaust og cruelty free sem er alltaf mjög stór kostur.

Ég skal alveg viðurkenna það að ég var ekki með neinar brjálaðar væntinar til þessa efnis, hárið á mér hefur alltaf vaxið alveg einstaklega hægt eiginlega bara aftur á bak – en myndir sýna hversu vel þetta virkar. Ég mun klárlega kaupa þetta og halda áfram að nota þetta. Hér er svo fyrir og eftir mynd af hárinu mínu. (Jájá eftir myndin er fyrst og svo fyrir myndin og ég nenni ómögulega að breyta því). Langar einnig að minnast á það að ég er again búin að nota sjampóið og hárnæringuna í mánuð og það er varla farið úr flöskunni, þarf að nota lygilega lítið í hverri sturtuferð svo þetta á eftir að endast þó nokkuð lengi.

Takk Hemmi minn fyrir að leyfa mér að prófa, ég er ólýsanlega þakklát!
Þangað til næst!

 

 

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: