Einfalt og fallegt fiðrildaföndur

Einfalt og fallegt fiðrildaföndur

Ég er algjör föndurmanneskja og elska að dunda mér þegar ég hef tíma, þegar ég var ólétt þá hætti ég mjög snemma að vinna út af verkjum og hafði ég þá fullt af tíma til að föndra. Ég skoðaði pinterest öll kvöld og fann allskonar hugmyndir til að drepa tímann, ég var aðalega að skoða barnaherbergi og vildi ég gera eitthvað fallegt í herbergið hans Viktors. Svo rakst ég á þetta krúttlega herbergi sem var búið að hengja upp fiðrildi og ákvað ég að föndra svoleiðis. Daginn eftir skellti ég mér í föndurbúð og keypti föndurhníf og karton pappír í þeim lit sem ég vildi , hér ætla ég að sýna ykkur skref fyrir skref hvernig ég gerði fiðrildin í herbergið hans Viktors Óla.

 

Ég byrjaði á því að fara á google og finna mynd af fiðrildi sem ég vildi hafa, það eru allskonar fiðrildi sem er hægt að prenta út og ég valdi það sem mér fannst krúttlegast.

 

fic3b0rildi

 

 

Ég setti svo myndina í word og stækkaði í þær stærðir sem ég vildi hafa fiðrildinn í, ég valdi 4 stærðir en þið ráðið alveg hvernig þið viljið hafa þau.  Svo prentaði ég út og plastaði, það þarf ekki að plasta en mér fannst það auðvelda mér vinnunna.  Svo skar ég þetta til.

 

 

 

 

 

img_6694

Ég valdi bláan og svartan lit.

img_6696

img_6699

Ég raðaði svo á blaðið og teiknaði meðfram, var með föndurhníf og skurðabretti og skar út. Ég mæli með að skera frekar út heldur en að klippa, þá kemur þetta mun fallegra út. Svo þegar þú ert búin að skera út þá geturu beyglað aðeins vængina og þá er þetta eins og 3D fiðrildi.

 

 

img_68841

Svo raðaði ég þessu fallega upp fyrir ofan rúmmið hans Viktors Óla og þetta kom mjög vel út.

Þessi fiðrildi eru líka falleg hvar sem er og gerði ég í stofunna hjá mér fjólublá og svört ..

Þangað til næst –

http---signatures.mylivesignature.com-54494-121-933BE09821EF7D7C20C7894107D4CFBE

 

 

 

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments