Eggja og beikon salat

Eggja og beikon salat

Ég sjálf er ekkert mikið fyrir salat og er mjög pikký á mat, en ég prófaði að gera þetta á snappinu um daginn og var mjög hissa hvað þetta væri gott, ég hef verið í átaki með Trainer.is og þessi uppskrift var ein af mörgum sem ég fékk.  Hver elskar ekki beikon ?  og að meiga borða það meðan þú ert í átaki.

Það er mjög auðvelt að skella í þessa uppskrift og vonandi njótið þið jafn mikið og ég þetta dásamlega eggja og beikon salat.

 

Uppskrift:

 • 2 sneiðar beikon (ég notaði beikonkurl)
 • 1/2 rauðlaukur-saxaður
 • 1 tsk ólífurolía
 • 2 bollar niðurskornir sveppir, skornir í sneiðar
 • 2 soðin egg, skorin í sneiðar
 • 1 gulrót, söxuð smátt

Ég er ekki mikið fyrir sveppi þannig ég notaði spínat í staðinn og það var mjög gott.

Aðferð:

 • Sjóðið eggin
 • Steikið beikon og lauk á miðlungs hita í 5-6 mínútur eða þangað til beikonið er steikt í gegn
 • Fjarlægið af pönnunni og setjið í skál
 • Steikið næst sveppina (ef þið viljið hafa sveppi) í 2-3 mín
 • Bætið sveppunum í skálina með beikoninu og lauknum ásamt niðurskornu eggjum og gulrótum, eða setja spínatið ef því kjósið að nota það í staðinn fyrir sveppina.
 • Hrærið saman og njóta !

 

*þangað til næst*

hilduryr

Þið getið fylgst með mér á instagram @hilduryrolafs

 

 

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments

Share: