ÚT FYRIR LANDSTEINANA: Edinborg

25530479_10155268086048214_1362566140_o

Í byrjun desember skrapp ég með mömmu minni til Edinborgar í Skotlandi.

Ég get ekki annað en mælt með því að þið kynnið ykkur þessa borg því hún er virkilega falleg, með sjarmerandi byggingarstíll og margt að skoða.
Ég ætla að deila með ykkur myndum úr ferðinni og nokkrum stöðum sem mér fannst standa upp úr. Helmingurinn af þeim stöðum eru að sjálfsögðu veitingastaðir, enda sem matgæðingur finnst mér þeir vera stærsti parturinn af ferðaupplifuninni.

John Lewis

Við mamma duttum heldur betur í lukkupottinn þegar við fundum þessa búð. Við byrjuðum ferðina á frekar glötuðum outlet verslunarklasa sem heitir Livingstone (mæli ekki með) en þessi búð kætti okkur við. Þar er allt til alls, en verslunin er á nokkrum hæðum og skiptist í gjafavöru, heimilisvörur og svo fatnaður á konur, börn og menn. Við fórum alls ekki tómhentar þaðan en ég hefði verslað svo mikið meira ef ferðataskan væri botnlaus!

 25551648_10155268086268214_1221503518_o

25590147_10155268086058214_847150564_o

Hversu sætar piparkökur?

Ég heillast mikið af heimilisvörum í kopar, og var þar úr nægu að velja.

Processed with VSCO with a5 preset

25577238_10155268086163214_2090091955_o

Edinborgar kastali

25577044_10155268086218214_477435014_o

25530479_10155268086048214_1362566140_o

Þetta er eflaust einn vinsælasti ferðamannastaður til að skoða í Edinborg og er það engin furða. Ef þið eruð hrifin af sögu og fornminjum, mæli ég með að skoða kastalann. Mér þótti þetta bæði áhugavert og fallegt.

Jólamarkaðurinn

25578818_10155268086108214_2003691337_o

25578903_10155268086388214_2125950718_o

25530776_10155268086343214_1921406022_o

Jólamarkaðurinn hefst yfirleitt í byrjun desember og er út fyrstu vikuna í janúar. Markaðurinn fer ekki fram hjá neinum en hann má finna á móti Princess street, aðal verslunargötu Edinborgar. Ef þú ert að ferðast til Edinborgar á þessum tíma þá er afskaplega notalegt að rölta í gegnum markaðinn með heitt vín og jólalög í bakgrunn.

The Conan Doyle

25551483_10155268101573214_1340264578_o

Þessi veitingastaður er einnig bar, en þeir eru þekktir fyrir frábæra gin seðil sinn. Við mamma erum einkar hrifnar af gin og tónik, og þótti því ekki leiðinlegt að smakka þær ýmsu tegundir sem stóðu til boða. Við enduðum á að fara heil þrjú skipti á staðinn, ekki alltaf í mat, en fyrir notalegu stemninguna og góða drykki.

25551349_10155268106148214_1961578925_o

25579043_10155268086123214_129068507_o

Æðisleg linsubauna- og sætkartöflubaka.

Treacle

Æðislegur staður en hávær á kvöldin. Flottur drykkjarseðill og gott úrval fyrir grænkera.
Okkur líkaði maturinn svo vel að við fórum eitt skiptið í kvöldmat og svo aftur í hádegismat daginn eftir.

25590301_10155268086298214_1742677678_o

25551610_10155268086013214_1593595689_o

Mangó-, graskers- og avocado risotto og djúpsteiktir bananar með kókosrjóma í eftirrétt. Bilað gott! Myndi klárlega fara aftur á þennan stað, sérstaklega fyrir eftirréttinn.

25551316_10155268086338214_257133189_o

25530654_10155268086198214_267318791_o

Sætkartöflu franskar í chilli salsa og ferskt mandarínu-, melónu- og trönuberja salat í hádegismat daginn eftir.

Las Iguanas

Seinast en ekki síst var þessi Suður- Ameríski veitingastaður í miklu uppáhaldi. Hann er mjög vinsæll og þurftum við að bóka borð þar en það var lítið mál og borðapantanir mögulegar á netinu. Það var einnig frekar hávært þar enda fórum við á laugardagskvöldi.
Maturinn var einstaklega góður og góð stemning á staðnum.

25577480_10155268086138214_327888412_o (1)

25530543_10155268086313214_495862055_o

Las Iguanas bar fram einn besta karrí rétt sem ég hef smakkað, með pálmahjörtum, graskeri og öðru grænmeti í sætri kókos sósu og kókos búðingur í eftirrétt með berja- og mangó sósu. Mæli virkilega með.

Við gerðum margt fleira skemmtilegt en ég vil ekki hafa bloggið of langt, ég mæli með því að þið kynnið ykkur borgina því ég fer klárlega aftur!

Þar til næst.

25394161_10155102685835983_63182946_n

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: