Dúnmjúkar kotasælubollur – uppskrift

 

 

Mér finnst mjög gaman að baka og hef núna undafarið bakað mikið um helgar. Ég hef oftast verið að baka eitthvað sætt til að eiga með kaffinu en upp á síðkastið hef ég verið að baka talsvert meira af brauði en vanalega. Það er ein uppskrift af brauðbollum sem mér finnst æðislegri en allt og langar mig til að deila henni með ykkur. Ég geri þessar bollur mjög oft, geymi þá nokkrar til að borða strax og set rest inn í fyrsti og tek út til að hafa með súpum o.þ.h.

 

Kotasælubollur

50 gr smjör

4 dl mjólk

1 pakki þurrger

½ tsk salt

1 tsk kardimommudropar

4 msk sykur

200 gr kotasæla

12 dl hveiti (600 gr) – maður þarf aðeins að finna út hversu mikið hveiti maður vill hafa, ég bæti nánast alltaf aðeins við

½ egg

½ egg til penslunar

 

Bræðið smjörið og hitið mjólkina með. Stráið gerinu út í hveitið og blandið svo öllum innihaldsefnum saman við og hnoðið allt saman. Látið degið lyfta sér í 45 mín. Að því loknu eru mótaðar bollur og þær látnar lyfta sér í 30 mín. Penslið bollurnar með eggi og bakið í miðjum ofni við 225°C í 10 mín.  

 

HildurHlín

Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *