DOWNLOAD MADRID – Myndablogg

DOWNLOAD MADRID – Myndablogg

Þann 28-30 júní skelltum við Tryggvi okkur á Download festival í Madrid! (Blogg um hátíðina og afhverju við völdum að fara til Madrid er hér.) Mig langar

að deila með ykkur nokkrum (okey “nokkrum” er kannski meira viðeigandi) myndum úr ferðinni og segja ykkur smá frá í leiðinni.

(Þetta var bara nauðsynleg mynd)

(Jafn langir hálsar, staðfest!)

(Tveir þykkir!)

Fyrsta heila daginn okkar notuðum við í að kíkja í dýragarðinn á svæðinu. En dýragarðurinn sem við fórum í heitir bara Zoo Aquarium Madrid. Miðarnir fyrir daginn kostuðu tæpar 20 evrur á mann en upplýsingar um garðinn er að finna hér. Þarna var líka sædýrasafn og við eyddum mestum tíma þar inni – fyrir utan að það var loftkæling inni þá voru allskonar ótrúlega falleg sjávardýr þarna, meðal annars HÁKARLAR! Ég missti andann úr hamingju og eyddi meiripartinum af tímanum í að bonda við hákarlana. Tryggva fannst þetta auðvitað besti parturinn við ferðina, umgangast fiska!

(Download Madrid er gjaldeyrislaus hátíð en þú ferð og kaupir gjaldeyri hjá þeim sem er svo lagður inná armbandið þitt. Með armbandinu geturðu svo borgað fyrir mat og drykk inná svæðinu)
(J

Þá að hátíðinni sjálfri! Úff, úff, úff. Við fórum á fimmtudeginum og sóttum armböndin okkar og (óvart??) skoðuðum svæðið. Við löbbuðum bara í gegnum það og enginn sagði múkk, en það var fínt að vera búin  að sjá svæðið.

Á föstudeginum spilaði Papa Roach sem er eiginlega mín stærsta ástæða fyrir því að hafa farið og HOLY SHIT ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Þvílík orka og gleði í einum söngvara OG HANN SNERTI Á MÉR HENDINA HALLÓ. Ég setti svo mynd af þeim á instagram og taggaði þá og þeir sendu mér skilaboð og svöruðu þeim sem ég sendi til baka og ég sver ég mun lifa á þessu mjög lengi. Nei þið skiljið ekki hvað ég varð star struck.

Laugardagurinn var stóri dagurinn, loksins fékk Tryggvi að sjá Slipknot live. Ég hef aldrei séð hann svona, hann var í einhverjum brjáluðum hamingjutrans með tárin í augunum, en við náðum að vera frekar nálægt sviðinu sem var frábært. Ég gat reyndar ekki talið hversu margir voru bornir af tónleikunum en hiti og að vera ofurölvi er ekki besta blandan. Það var það heitt þarna um helgina að skipuleggjendur hátíðarinnar sáu til þess að það var dælubíll á staðnum sem reglulega úðaði yfir áhorfendur og malbikið! Við eyddum megninu af laugardeginum uppá VIP svæði í skugganum en það var lang besta útsýnið yfir svið 1 og 2 þar.

Á sunnudeginum spiluðu Sum41 og það varð allt vitlaust. Við náðum aftur að vera frekar nálægt sviðinu og það var geggjuð stemming, confetti sprengjur og boltar útí áhorfendaskaranum sem allir köstuðu á milli sín.

Allt í allt var hátíðin ótrúlega frábær og ógleymanleg. Vissulega hefði starfsfólkið á VIP barnum alveg mátt vera í skemmtilegra skapi en hey maður fær ekki allt.

Við kíktum á hamborgarastað sem heitir Tommy Mel’s í einu mollinu á svæðinu og ég verð að mæla með honum. Þetta er lítil keðja af 50’s inspired veitingastað og maturinn var guðdómlegur! Við fengum okkur sitthvorn hamborgarann og ég fékk mér svo mjólkurhristing en við liggur við sleiktum diskana þegar við kláruðum – þetta var það gott.

(Án efa (minnst) uppáhalds tækið hans Tryggva voru þessar rólur. Hann var ekkert svakalega ánægður að ég skyldi draga hann í þær)

(Jæja nú þurfum við ekki til Parísar!)

(Dagurinn sem við föttuðum að það er hægt að fá bjór á McDonalds var góður dagur.)

Á mánudeginum eftir tónleikana fórum við svo í þennann hér skemmtigarð en það var bara að nauðsynlegt að kíkja í tívolí og eyða deginum í rússíbönum og skrýtnum leikjum þar sem þú átt að reyna að vinna bangsa. Þó svo að við værum þarna á mánudegi rétt etir hádegi bara og væri slatti lokað þá fórum við í hvern einasta rússíbana sem við gátum held ég og ég hef sjaldan hlegið og gargað jafn mikið á ævinni.

Restin af ferðinni fór bara í að rölta um verslunarmiðstöðvar og reyna að versla smá á okkur (mig, .. skal ekki ljúga) og börnin og svo afslöppun með hitaskúr on the side áður en við fórum heim en við vorum orðin ofboðslega óþreyjufull að komast heim til krakkana.

Ég er alveg örugglega að gleyma helling af hlutum og ruglast á einhverju en myndirnar tala sínu máli.
Þangað til næst!

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: