
LOKSINS.
Ég fór í haust og safnaði spýtum sem ég ætlaði að gera stiga úr. Það endaði í því að ég bjó til indjánatjald fyrir krakkana (þið getið séð færsluna um það hér) og svo þegar þau voru hætt að hafa áhuga á því tók ég það niður og spýturnar enduðu inní geymslu. Nota bene þá var þetta í október.
Ég sagaði eina spýtuna niður í 3 jafn langa parta og svo var það inní geymslu í 3 mánuði. Það er mikilvægsti parturinn. Svo gleymdi ég að sækja nagla til pabba í alveg mánuð í viðbót.
Svo í dag var dagurinn, við ákváðum að fara í göngutúr og ég mundi þá eftir nöglunum! Þegar heim var komið púslaði ég stiganum saman, gerði för þar sem ég vildi að naglarnir færu og svo hjálpuðu krakkarnir mér að negla þetta saman. Og já, þegar ég segi að krakkarnir hafi hjálpað meina ég að Hólmgeir færði alltaf spýturnar og talaði allann tímann og Hulda María öskraði af hræðslu við hamarshöggin. Ómetanlegur fjölskyldu tími sem ég myndi ekki skipta út fyrir neitt. Nema kannski strönd og bjór. En bara kannski.
Hér er svo útkoman svo fyrir ofan og ég er ótrúlega sátt, á eftir að saga svo þetta verði allt jafnt. Til að byrja með verður hann undir leiðinlegasta, mest pirrandi teppinu í stofunni en svo er aldrei að vita nema ég færi hann eða jafnvel skelli í annann til að hafa inní herbergi hjá okkur.
Þið getið fylgst með okkur á snapchat!
Author Profile

-
Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.
Latest entries
Annað2020.02.18Kveðjustund
Uncategorized2019.12.31THE DECADE CHALLENGE
Afþreying2019.12.15TIK TOK – Erum við nógu meðvituð?
Annað2019.12.06ROKK OG RÓMANTÍK ÓSKALISTI
Facebook Comments