DIY – Snyrtiborð

Um daginn fenguð þið smá nasaþef af því hversu mikið skipulagsfrík ég get verið með skiptitöskufærslunni minni (hægt er að lesa hana nánar hér). En í framhaldi af henni þá langar mig að deila með ykkur enn meira skipulagi. Ég er rosaleg með alla mína to do lista sem ferðast með mér hvert sem ég fer, skápurinn minn er litakóðaður, allt í geymslunni er í merktum plastkössum og hver hlutur á sinn stað. Þegar ég var í skóla þá fékk hvert fag sinn lit og fengu uppáhalds fögin uppáhalds litina – já þetta er árátta og hljómar crazy ég veit allt um það 😉 En þetta gerir það að verkum að ég eyði mörgum klukkutímum í að skoða sniðugar skipulagslausnir á netinu því ég er alltaf að reyna að fullkomna kerfið mitt því mér finnst skipulagið mitt aldrei nógu gott.

mynd2

Fyrir svolitlu síðan þá tók ég mig til og ákvað að setja skipulag á snyrtidótið mitt, en það var eitt af þessum hlutum sem aldrei átti sinn samastað og var í geymt hingað og þangað um íbúðina í skúffum eða litlum snyrtitöskum. Það gerði það að verkum að oft þegar ég var að fara að hafa mig til þá fann ég ekki réttu hlutina sem gat endað í góðum pirring. Ég fór skoða sniðugar hugmyndir og eftir að ég vafraði smá um á netinu þá datt ég niður á eina hugmynd að snyrtiborði sem vakti áhuga minn og ákvað ég að smella saman svipuðu borði. Þetta er ekki flókin samsetning, en það eina sem ég þurfti var ein hilla úr ikea, lappir á hana, ljós, spegil og plastbox með hólfum. Eftir góða Ikea ferð keyrði ég spennt heim og smelltu þessu saman. Þegar ég var búin að því og raða snyrtidótinu í plastboxið góða þá fannst mér mig vanta eitthvað undir augnskuggana mína. Ég kíkti aðeins inn í geymslu og fann lok af skókassa, klippti til skærbleikt karton sem ég setti inn í lokið, raðaði augnskuggunum pent á og smellti þessum nýja augnskuggabakka mínum í hilluna. Ég fann eina litla viðarhillu sem ég hafði átt til og spreiaði hana svarta, festi hana svo upp á vegg og raðaði naglalökkunum mínum í hana – þeim sem ég nota ekki þegar ég er að gera neglur, þau naglalökk eru geymd á örðum stað með örðu skipulagi – auðvitað 😉

Mér fannst þetta ekki alveg vera fullkomið þannig að ég ákvað að kaupa nokkur æðisleg ílát á netinu fyrir varaliti, gloss og kinnaliti og/eða púður, en ég pantaði þessi ílát á síðunni www.byalegory.com og finnst þau tær snilld og einmitt það sem mig vantað til þess að fullkomna snyrtiborðið mitt.
Ég er hrikalega sátt við snyrtiboðið mig og finnst alveg æðislegt að sitja við það þegar ég er að hafa mig til. En frá því að ég tók þessar myndir þá hefur það aðeins fært sig um set (svona því Fannar fékk herbergið fyrir sig) og er nú geymt inni í geymslu. Aðeins þrengra um það núna en samt svo æðislegt að geta haft sig til í ró og næði með allt dótið sem maður mögulega þarf að nota í kringum sig.

hildur-hlin

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *