Áður en ég fór að dunda mér við að mála hina ýmsu hluti í húsinu hefði mér aldrei dottið í hug hvað smáatriðin skipta miklu máli.
Í húsinu voru gardínubrautir þegar við fluttum inn, bara venjulegar hvítar. Og ég ákvað að mála þær svartar. Ég meina húsið okkar að innan verður að megninu til svart, og mér hefði aldrei dottið í hug hvað það að skella 2 umferðum af málningu yfir brautirnar myndi skipta miklu og gera mikið fyrir rýmið!
Hér eru myndir af svefnherberginu og stofunni;
Næst á dagskrá er svo að klára að fara yfir hurðar og hurðakarma með hvítri málningu. Málning lagar allt – ég er að segja ykkur það!
Þangað til næst!
Author Profile

-
Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.
Latest entries
Annað2020.02.18Kveðjustund
Uncategorized2019.12.31THE DECADE CHALLENGE
Afþreying2019.12.15TIK TOK – Erum við nógu meðvituð?
Annað2019.12.06ROKK OG RÓMANTÍK ÓSKALISTI
Facebook Comments