DIY – Litríkt krakkadrullumall

Það eru búin að vera þvílík veikindi á okkar heimili síðustu vikuna. Hólmgeir var í 4 daga með hita og mátti þar af leiðandi ekkert fara út – svo þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig hann var orðinn í skapinu. Nei getið þið það ekki? Okey hann var gjörsamlega óþolandi af eirðarleysi get ég sagt ykkur.

Lofaði víst uppí ermina á mér á fimmtudagskvöldinu þegar ég var að múta honum til að fara að sofa og sagði honum að við gætum búið til okkar eigin málningardrullumall og málað í gær. Ég þurfti svo að standa við stóru orðin og hófst við að leita á hinum almáttuga veraldarvef að heimagerðri málningu sem mátti fara uppí munn þar sem Hulda María myndi auðvitað vera með. En þar sem við eigum ekki maíssterkju vandaðist málið ööörlítið.

Þá sá ég á pinterest (auðvitað) sniðuga uppskrift þar sem konan notaðist bara við vatn, rísgraut og matarliti og fannst mér það tilvalið þar sem ég átti rísgraut sem Hulda borðaði svo aldrei og hann hefði bara setið uppí skáp þar til ég hefði hent honum. Krökkunum fannst þetta ótrúlega ótrúlega skemmtilegt, Hólmgeir bjó til ótrúlega flott listaverk og það var gaman að sjá hvað Hulda var ekkert óhrædd við að fara með puttana í þetta og maka þessu útum allt. Svo var bara öllum hent í sturtu, ruslapokinn tekinn af gólfinu og allt í ruslið! Mjög auðvelt.

Læt nokkrar myndir af ferlinu fylgja.

2017-03-11_10.32.54

2017-03-11_10.33.50

2017-03-11_10.35.14
2017-03-11_10.36.59

2017-03-11_10.36.15

Ingibjörg.jpg

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *