DIY – Krakkaföndur

DIY – Krakkaföndur

Skammarlega langt síðan ég föndraði nokkurn skapan hlut fyrir/með krökkunum.
En hlaupabólan er alveg búin að taka sinn toll hérna og annað hvort er Hulda María orðin þreytt á mér eða hlaupabólunni (vona það seinna, held samt að það sé vottur af því fyrra…) en hún svaf í 2 og hálfan tíma í dag! Þá kom allt í einu nennið og ég ákvað að prófa að framkvæma þessa hugmynd af pinterest.

Ég notaði bara lítil karton sem ég átti (en notaði ekki æpandi litina eins og rauðan eða svartan) og svartan penna og skrifaði alla bókstafina á, hvern á 1 blað.
Svo fann ég bara einhvern passlega stórann plastdall og setti ca 3dl af hveiti ofan í. Hólmgeir fékk svo að æfa sig að skrifa ofan í hveitið og hafði ekkert smá gaman af! Merklegast er samt að segja frá því að hann entist út stafrófið, sat alveg kyrr og hélt athygli! Hvern grunaði að það gæti gerst?!

Processed with VSCO with preset

Processed with VSCO with preset

Processed with VSCO with preset

Þangað til næst!

Ingibjörg.jpg

28684876_10156283279759885_8266710494835774840_n

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: