DIY – Krakkaföndur #2 fyrir jólin

screen-shot-2016-09-29-at-1-06-32-am

 

Nú þar sem líða fer að jólum má alveg fara að byrja jólaföndrið! Við Hólmgeir dunduðum okkur við það núna um helgina að búa til trölladeig og mála það. Við sýndum það á Öskubusku snappinu (oskubuska.is fyrir áhugasama) og vakti það svo mikla lukku að ég ákvað að skella ferlinu í eina færslu. Sem passar alveg við Krakkaföndurs seríuna okkar!

Við byrjuðum á að kveikja á ofninum og ég stillti hann á 100 gráður (eftir að hafa gert þetta sá ég að það mátti alveg stilla hann á 120 gráður, en ég var að gera þetta í fyrsta skipti og þorði ekki að hafa of hátt just in case)

instasquare_20161120164116485
Þetta þarftu;
1 bolli af salti (við notuðum bara venjulegt borðsalt)
1 bolli af hveiti
og hálfur bolli af vatni

Því er öllu drullumallað saman þar til úr verður deig, ég bætti við smá hveiti og salti því mér fannst deigið heldur klístrað.

instasquare_20161120164135415.jpg

Þegar deigið er eins og þú vilt hafa það er bara að fletja það út. Ég er svo heppin að búa heima hjá mömmu og pabba og mamma á líka þetta fína kökukefli, hingað til hef ég þurft að nota vínflösku (sem virðist alltaf vera til á mínu heimili, það er reyndar alltaf sama flaskan þar sem ég kemst aldrei í það að drekka hana – skandall!) en hey – það virkar.

Hugmyndin að þessu kom sem sagt frá elsku elsku Pinterest (ómægad án gríns, pinterest er himnaríki fyrir föndurperra eins og mig, þvílíka ógrynnið af hugmyndum) og var ég búin að ákveða hvað við ætluðum að gera, handafarið hans Hólmgeirs málað eins og snjókalla, og þar sem að Hólmgeir vantaði eitthvað að mála meðan ég var að dunda mér við að mála handafarið hans ákvað ég að taka piparkökuformin hennar mömmu og leyfa honum að gera allskonar myndir með því.
instasquare_20161120164145225
Við byrjuðum á því að gera tré og allskonar flott með piparkökuformunum og svo tók ég afgangsdeigið, vöðlaði því aftur saman og gerði það flatt. Hólmgeir stóð sig eins og hetja við að gera handafarið, leyfði mér að færa fingurnar fram og aftur og ýta þeim niður til að handafarið yrði nú fullkomið – það var ótrúlega auðvelt og hann var þvílíkt samvinnuþýður. Not. EN – ætlunarverkið tókst og handafarið varð bara ágætt. Ég notaði svo bara rör og stakk í hvern og einn hlut til að gera göt fyrir borða svo hægt væri að hengja þetta upp.

89

Svo röðum við þessu á ofnskúffu og inní ofn. Þar fékk þetta að bakast í rúmlega 2 tíma en við tókum þetta út til að gera delicious curly lauk franskar – hungrið tók yfir og degið hefði alveg mátt vera í hálftíma í viðbót. En ég skellti bara viskastykki yfir og lét það standa yfir nótt. Voila – fullkomið þegar við vöknuðum morguninn eftir.

Þá var komið að því að mála þetta, á þessu heimili er til endalaust af akrýl málningu (við málum oft keramik fyrir jólin, ótrúlega gaman, mæli meððí!) og fannst mér tilvalið að nota hana. Hólmgeir entist alveg ótrúlega lengi við þetta og málaði hlutina sína í öllum regnbogans litum – og svörtum. Klárlega mitt afkvæmi. Svart jólatré!

10 11

Ég byrjaði á að mála grunninn í kring um handafarið þar sem himininn átti að vera, afhverju? Ekki hugmynd, það virtist bara vera góð hugmynd. Svo málaði ég handafarið, snjóinn, skellti augum, treflum og öllu heila klabbinu á og “nokkrum” stjörnum. Þetta toppaði ég svo með því að setja Icicle Snow yfir til að gera þetta nú shiny. Glimmerrrr !

Enda niðurstaðan varð svo svona;

instasquare_20161120174348536
Við erum ótrúlega ánægð með þetta. Í næsta föndurbloggi sýnum við ykkur svo hvað er hægt að gera við klósett/eldhúsrúllu hólka en það verður seinna jólaföndrið okkar  !

Þangað til næst!
ingibjorg

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *