DIY – Kósý vetrartrefill

 

crocheted-leather-snap-scarf-36-of-680126

Þó svo að veturinn hafi verið einstaklega mildur og góður þetta árið þá er alltaf nauðsynlegt að eiga góðan og hlýjan vetrartrefil. Ég fann um daginn á vafri mínu um Printerest þetta sniðuga DIY verkefni sem hægt er að gera á góðu vetrarkvöldi og nýta svo til að hlýja manni þegar snjórinn og kuldinn er sem mestur. Langar að deila hérna með ykkur uppskriftini, tek það samt fram að ég er ekki búin að prufa sjálf uppskriftina þannig að það gætu verið einhverjar smávægilegar villur í henni. 

crocheted-leather-snap-scarf-4-of-680126

Það sem þarf eru tvær mjóar leðurræmur, garn, heklunál, saumnál og auðvitað garn.

crocheted-leather-snap-scarf-3-of-680126

Best er að byrja á því að búa til ca 22 göt með jöfnu millibili á báðar ræmurnar. Best er auðvitað að mæla áður en götin eru búin til.

crocheted-leather-snap-scarf-5-of-680126

edit40126

Þegar ræmurnar eru tilbúnar með götunum þá byrjar uppfitið. Best er að stinga heklunál inn í götin og búa til fastalykkju í hvert gat.

edit4-0010126

Þegar út í enda er komið er gott að taka aðeins stærri heklunál og hekla þrjár loftlykkjur og einn stuðul í allar fastalykkjurnar og hérna er málið að reyna að hekla eins laust og hægt er. Haldið áfram þar til að góð lengð er komin á trefilinn ca 100-120 cm.

crocheted-leather-snap-scarf-18-of-680126

edit50126

Þegar lengdinni er náð festir maður trefilinn við hina leðurræmuna. Best er þá aftur að skipta í minni heklunál, stingið heklunálinni inn í hvert gat fyrir sig of festið trefilinn og ræmuna saman með fastalykkju. Gangið svo frá endanum.

edit60126

Í lokinn er svo mælt fyrir smellunum með jöfnu millibili og þær festar.

edit4-0020126

Hægt er að hafa tefilinn bæði lausann, smelltan með saman eða vafinn utan um hálsinn. Yndislega kósý trefill að mér finnst.

Hugmyndina og myndirnar fann ég á www.pinterest.com en uppskriftin er upprunalega héðan http://www.deliacreates.com/crochet-leather-snap-scarf-free-pattern/

 

HildurHlín

 

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *