DIY – Járnmotta

DIY – Járnmotta

Vá hvað það er langt síðan ég hef skellt í eitt DIY blogg! Var búin að gleyma hvað mér finnst gaman að dunda svona, sérstaklega þegar að ég er að dunda fyrir heimilið. Tilfinningin við að vita að þú gerðir þetta sjálfur er svo ljúf.

Mig hefur lengi langað í svona fína járnmottu til að hengja upp heima hjá mér, þið vitið hvað ég er að tala um – svona eins og Hrefna Dan er með í (bleika ofurfullkomna) eldhúsinu sínu (nei sko Tryggvi hvenær má ég mála eldhúsið okkar bleikt?). Ég var búin að finna nokkrar svoleiðis svartar til sölu á netinu en ég er bara hreinlega of nísk til að eyða 15.000kr í hana – sérstaklega þegar mig langaði í tvær (ég er ekki of nísk, hefði keypt þær in a heartbeat en Tryggvi .. aaahhh).

Svo þegar ég var að hjálpa pabba í húsinu þeirra um daginn fór ég með honum að sækja svona járnmottur uppí vinnu til hans sem hann þurfti að nota í gólfið (þau eru að gera allt húsið upp, löng saga). Þar sá ég liggja tvær svona líka hentugar mottur, svo ég hirti þær! Þær voru reyndar svona dökkappelsínu/ryðgaðar svo ég þurfti aðeins að laga þær og Tryggvi þurfti að berja aðra þeirra smá til. Svo notaði ég slípirokk til að taka beittu oddana af, bara svona til öryggis ef þær myndu hrynja niður. Bað ég pabba um að taka mynd af mér því ég hef aldrei mundað slípirokk áður? You bet your ass. Fannst honum það skrýtið? Alveg pottþétt.

Þessi hér að ofan fór inní svefnherbergi, fyrir ofan rúmið okkar. Hún er 1.60m á lengd svo hún passar fullkomlega yfir rúmið sem er jafn breitt. Ég þurfti hinsvegar að spreyja hana svarta til að hún myndi passa inní the asthetic í herberginu okkar, lífsnauðsynlegt. Ég mun svo með tímanum hengja blóm á hana – ekki lifandi samt, held ég láti gerviblóm af Aliexpress duga. Þó Tryggva finnist það bara vera ryksöfnun beint yfir rúminu okkar, eins og ég þrífi bara aldrei. Uh.

Þetta er spreyið sem ég notaði en það fæst hjá Byko, ég man nú reyndar ekki hvað það kostaði en við notuðum það til að spreyja grillið á gamla Fordinum okkar. Ég þurfti meiraðsegja bara að fara eina umferð yfir en þetta var alveg þekjandi og flott með miðlungs glans áferð þegar það var þornað (já og tók um það bil 15 mínútur að þorna). Veit ég hvort þetta var rétta leiðin til að spreyja grindina? Nei, en þetta virkaði og if it works it aint stupid!

Hin mun svo fara útá pall þegar vorar og ég ætla að hengja vorblóm á hana en hún er fullkominn kassi og má alveg vera svona ryðguð á litinn – eða við sjáum til þegar nær dregur. Ég á bókað eftir að gera eitthvað við hana.

Þangað til næst!

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: