DIY – Indjánatjald fyrir krakkana

Þegar þetta er skrifað erum við á degi 4 af veikindum og meðfylgjandi inniveru. Hulda María er með einhver óútskýrð útbrot sem eru eins og hlaupabóla en samt ekki hlaupabóla og Hólmgeir Logi er með barkabólgu. Allir sem eiga vel virk börn geta rétt svo ímyndað sér hvernig andrúmsloftið er á heimilinu. Við fórum t.d til læknis í dag og ég þurfti að draga Hólmgeir Loga hálf öskrandi og emjandi inn heima eftir læknistímann því hann langaði svo að vera úti og leika sér. Jæja – ég ákvað að nú þyrfti ég að gera, eitthvað til að dreyfa huganum og halda þeim uppteknum þó ekki nema í 5 mínútur meðan ég drykki kaffið mitt og fengi að vera í friði. You know how it goes.

Ég átti 3 langar greinar sem ég hirti og ætla að búa til svolítið sniðugt úr (meira um það seinna!) og ég ákvað að nýta þær aðeins meira, svona fyrst þær stóðu bara í stofunni minni að þorna.

Það sem ég notaði;

3 greinar
Spotti úr tiger sem ég man ekki einu sinni hvenær ég keypti eða fyrir hvað, getur þess vegna notað skóreim.
Gamalt teygjulak sem ég gerði eitt gat á með skærum.

Og úr varð þetta frábæra indjánatjald!
Hólmgeir varð himinlifandi og eyddi restinu af deginum og megninu af kvöldinu þarna inni, eftir kvöldmat fékk hann að horfa á mynd í tölvunni þarna inní og hafði kósý með kodda og sængina sína. Hulda María þorði ekki alveg þarna inn og var frekar svona vör um sig.

Processed with VSCO with preset

Processed with VSCO with preset

Processed with VSCO with preset

Þangað til næst!

Ingibjörg.jpg

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: