DIY – Gamall skápur gerður upp

Vúhú! Þá erum við loksins byrjuð að gera húsið meira eins og við viljum hafa það – við erum kannski ekki að gera þetta neitt svaðalega hratt eða í stórum pörtum en hálfnað verk þá hafið er er það ekki?

Á svefnherbergisganginum er skápur sem við notum undir útiföt en forstofan okkar er ekki nógu stór til að við getum geymt útifötin þar svo þetta kemur sér einstaklega vel. Hann var mjög plain viðarlitaður og eiginlega bara forljótur. Endamarkmiðið okkar er að hafa panelinn á móti forstofunni, allar hurðar og hurðarkarma hvíta svo mér fannst tóna mjög vel að hafa skápinn svartann – svona til að brjóta smá upp allann hvíta litinn þar sem ég vill líka ljóst/útí grátt parket.

20170525_200725

20170525_200730
Ég ætla að vera 110% hreinskilin hérna. Ég hefði náttúrulega átt að byrja á því að pússa hurðirnar niður alminnilega og eitthvað en hey, hef engan tíma í það og þar sem þessi skápur er ekki varanlegur þá tók eg hurðarnar bara niður, handföngin af og málaði 2 umferðir með svartri málningu. Voila – gangurinn snarbreyttist við það og mér finnst þetta geggjað! Það eru líka svona gömul handföng (enda húsið byggt 1978) sem ég var ekki viss um að myndu passa við en þetta smellpassar allt saman! Svo mun ég gera það sama við fataskápinn sem er inni hjá Hólmgeir en hann vildi sjálfur að skápurinn yrði svartur svo það er ágætt að ég eigi nánast fulla málningarfötu af svörtum lit, svona þar sem fyrir mér er það að kaupa málningu svona eins og að elda pasta – get aldrei valið rétt magn.

20170526_210148

20170527_112113_HDR

Ég er líka búin að grunna panelinn á móti forstofunni hvítann en á eftir að mála aðra umferð yfir og ég verð bara spenntari og spenntari yfir þessu í hvert skipti sem ég horfi inn ganginn!

Fyrir ykkur sem viljið fylgjast með ferlinu er ég á snapchat; iingibjorg og sýni líka frá þessu á laugardögum inná Öskubusku snappinu; oskubuska.is

Ingibjörg.jpg

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *