DIY – Eldhúsið okkar

Þið bara vitið ekki hvað ég er glöð. Ég er næstum því búin með eldhúsið okkar! Eins og þið sem hafið fylgst með okkur á snapchat vitið þá er ég svona hægt og rólega búin að vera að mála eldhúsinnréttinguna okkar svarta, já – hægt og rólega. Það gerist ekki mikið á daginn þegar brjálæðingarnir eru vakandi svo eftir að þau sofna á kvöldin hef ég verið að setjast niður með einn bjór (sue me) og málað nokkrar skáphurðar í einu.

Breytingin er gígantísk og ég sver, ég finn næstum þörf til að eyða meiri tíma í eldhúsinu! Bara næstum samt. Þar sem að þetta er bara tímabundin lausn var ég ekkert að filma innréttinguna (mynd mæla með því ef þetta er varanlegri lausn) heldur málaði ég allt heila klabbið með venjulegri svartri semi glans veggmálningu (veit ég hvort það er okey? neibb ég hef ekki hugmynd, er ég málari? þið getið veðjað hattinum ykkar uppá að það er ég ekki!). Planið er svo um leið og fjárhagur leyfir að kaupa okkur nýja innréttingu – eeeeen það er ekki að fara að gerast alveg strax. En þangað til þá þarf ég að geta allavegana horft í áttina að eldhúsinu og það gat ég ekki fyrir breytingu.

Ég á eftir að lakka innréttinguna reyndar en er bara svo ótrúlega spennt að ég ætla að sýna ykkur fyrir og eftir myndir strax!

2017-06-16 21.19.39

Eldhúsið fyrir.

20170702_120421_HDR

Eldhúsið eftir – nei halló!

20170703_204515_HDR

Það á auðvitað eftir að fínisera smá, skipta um parket í borðkróknum og helst brenna þennann ógeðslega dúk sem er á eldhúsinu – en allt á góðum tíma. Við erum ekkert stressuð!

Til að halda áfram að fylgjast með því sem við erum að brasa í húsinu er hægt að bæta okkur við á snapchat; iingibjorg eða fylgjast með á Öskubusku snappinu alla laugardaga; oskubuska.isÞangað til næst!

Ingibjörg.jpg

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *