DIY – Eldhúsborð fær nýtt líf

Þegar ég var með snappið í gær fékk ég spurningu um hvar ég hefði keypt eldhúsborðið mitt og fannst því tilvalið að deila því með ykkur öllum.

Ég er gjörsamlega ástfangin af þessu eldhúsborði og hefur mig langað til að eiga svona í mörg ár, en þar sem ég týmdi ekki beint að kaupa mér svona borð í Rúmfatalagernum á tæpar 30 þúsund krónur eða Ikea á tæpar 60 þúsund krónur var ég eiginlega búin að afskrifa það að eiga svona á næstunni.

Við Tryggvi tökum reglulega labb í gegnum Góða Hirðinn og aðra nytjamarkaði til að skoða, því oft leynast bara fínustu gersemar í þessum búðum. Svo var það einn örlagaríkann september morgun sem við ákváðum að taka stuttan hring í Góða Hirðinum áður en við sækjum Hólmgeir á leikskólann (þetta má vera dramatískt, ég elska þetta borð bara það mikið!) og ég fann svona borð á heilar 1250 krónur. Það hafði reyndar verið spreyjað dökk grátt af fyrrverandi eiganda og ekkert  svakalega vel ef út í það er farið en það var allt í lagi þar sem ég hugsaði bara að ég myndi pússa það upp og mála hvítt.

Svo næst lá leiðin í Húsasmiðjuna að kaupa sandpappír (bæði grófan og fínan þar sem borðið var frekar illa farið – för  og svona í borðplötunni), pensla og málningu en ég keypti semi matta hvíta málningu þar sem ég er ekkert allt of hrifin  af glansáferðinni og svo var hafist handa ! Ég ákvað að lakka borðið ekki en ég gerði upp gamla eldhúsborðið mitt 2013
á sama hátt en þá keypti ég glansmálningu og lakkaði það og fannst það aldrei alveg nógu flott.

tumblr_nvo4juyjzx1rsa64lo1_1280

Þetta varð að einu skemmtilegasta DIY verkefni sem ég hef gert en við tókum öll þátt í því, Tryggvi hjálpaði til við að pússa borðið og Hólmgeir hjálpaði mér að mála. Ekkert smá gaman að eyða laugardeginum í svona og Hólmgeir naut sín í botn. Þó er ekki allt tilbúið enn, en næsta skref er að filma borðið með glærri filmu (svo ég þurfi ekki að hafa dúk en geti  samt hlýft borðinu við 4 ára ólátabelg sem finnst gaman að lemja hnífapörunum í borðið) og fæst svoleiðis bara í Bauhaus en svo þarf ég núna í fæðingarorlofinu mínu að taka stólana (sem við fengum gefins) og pússa þá upp og mála þar sem það er farið að  flísast uppúr þeim svo þeir eru smá flekkóttir.

13695022_10154411338354885_1679490732_n

Ég hlakka ekkert smá til að sjá þegar þetta er allt tilbúið og mun klárlega reyna að deila loka niðurstöðunni með ykkur.

ingibjorg

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *