Difrax-fjölskyldan

Difrax-fjölskyldan

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Difrax Ísland

Þegar sonur minn fæddist get ég ekki gefið brjóst eða mjög takmarkað svo það þurfti að kaupa pela fyrir hann fljótlega eftir fæðingu. Halló frumskógur, ég vissi ekkert hvaða pela væri best að kaupa… svo vitanlega keypti ég bara nokkra. Þar á meðal valdi ég S-pelann frá Difrax þar sem ég sá að hann hafði fengið verðlaun og helsti kostur hans var sá að með því að nota hann væru minni líkur á lofti í maga barnsins sökum lögunar.

DIFRAX

Til að byrja með grýtti ég þessum pela í manninn minn og sagði honum að hann væri ömurlegur og ég vildi ekki nota hann. Því var hann ekki sammála, þetta var einmitt sá eini sem hann vildi nota, sagði mér svo bara að ég þyrfti að læra að halda á honum rétt. Sem reyndist svo vera satt og eftir það fengu hinir pelarnir lítið að koma við sögu.

Mér finnst pelinn frá þeim fallegur og besti peli sem ég hef reynslu af hvað varðar notkun og notaði lengi vel bara þennan eina sem ég átti en um daginn vorum við sonur minn svo lukkuleg að fá smá glaðning frá Difrax Ísland og fengum þar m.a. nýjan pela, snuð og fleira. Að sjálfsögðu gleymdi ég svo nýja pelanum fyrir sunnan þegar ég hélt norður yfir jólin svo ég hljóp í næsta apótek og keypti einn til viðbótar, svo nú eru þeir orðnir 3 á heimilinu.

Screen Shot 2017-12-21 at 00.42.53Screen Shot 2017-12-21 at 00.43.02

Snuðið sem við fengum er sjálflýsandi og hentar þess vegna mjög vel á næturnar. Ég hélt það myndi ekki duga nema bara í smá stund, þið vitið eins og stjörnurnar sem maður límdi í loftið í herberginu sínu sem sáust bara rétt eftir að ljósið hafði verið slökkt. Nei heldur betur ekki gat ég séð hverja höfuðhreyfingu hjá mínum manni um miðja nótt því snuðið lýsti svo vel, þetta er ótúrlega þægilegt þegar þú rumskar um miðja nótt við væl og reynir að hafa eins hraðar hendur og þú getur að finna snuðið til þess að barnið sofni jafn fljótt en standi ekki á orginu, eins og a.m.k. sonur minn gerir gjarnan ef ég er ekki nægilega snögg að rétta honum tappann.

Screen Shot 2017-12-21 at 00.46.22

Stútkannan – ég hafði verið að rembast við að gefa syni mínum að drekka í fyrsta skipti úr einhverri hönnunarstútkönnu (þið vitið þessi með stöfunum þarna) sem er úr hörðu plasti og ekkert sérlega hönnuð fyrir þau sem eru að taka sína fyrstu sopa. Mig langaði ekki í einhverja skræpótta stútkönnu með myndafígúrum en stútkönnurnar frá Difrax eru mjög plain og henta vel fyrir þau sem eru að læra að drekka úr glasi en hún er með mjúkum stút og sonur minn byrjaði bara á því að naga hann og fattaði þá hvernig þetta allt saman virkaði. Ætla ekki að segja að hann sé komin með meiraprófið á könnuna en þetta er allt að koma. Hún er líka með ‘sullvörn’ svo hann getur kastað henni til og frá ásamt því að hægt er að stilla hvort vatnsflæðið sé mikið eða lítið, fyrir þau sem eru að byrja.

Screen Shot 2017-12-21 at 00.45.03

Sótthreinsiþurrkur í skiptitöskuna er eitthvað sem er mjög nauðsynlegt að hafa. Vitið þið hvað sonur minn hefur kastað mikið af dóti á gólfið í Kringlunni, það er ekki hægt að fá að sjóða dótið hans í öllum búðum þar sko! Þetta er snilld að vera með á sér, í veskinu, bílnum eða skiptitöskunni.

Screen Shot 2017-12-21 at 00.44.53

Sótthreinsikúlan fyrir snuðin er líka gagnlegt fyrirbæri finnst mér. Þú setur snuðin í kúluna, í örbylgjuna og voila! Snudduboxið tilbúið í skiptitöskuna eða leikskólatöskuna, sótthreinsað og klárt þegar þú þarft að nota það.

Difrax vörurnar eru ótrúlega vandaðar og skemmtilega öðruvísi í útliti, þær má finna í flestum apótekum um land allt og í versluninni Tvö líf í Glæsibæ. Difrax eru með mikið úrval af skemmtilegum vörum fyrir barnið og þær má skoða betur hér.

Þangað til næst <3

Undirskrift

Author Profile

Selma

Selma er 27 ára móðir frá Húsavík. Búsett í Reykjavík ásamt syni sínum Val Frey (2017). Hún er með Ba. próf í almennum málvísindum og leggur nú frekari stund á nám í íslensku við Háskóla Íslands. Áhuginn liggur í flestu tengdu Íslandi og íslensku en einnig öllu sem viðkemur móðurhlutverkinu, heimilinu, lífsstíl, þrifum, skipulagi og svo mörgu öðru.


Facebook Comments