Dagatöl frá Photobox

Fyrir jólin í fyrra pöntuðum við Tryggvi dagatöl frá Photobox.co.uk. Nokkrar í mömmuhópnum mínum höfðu pantað myndir frá þessari síðu og við vorum ótrúlega spennt að prófa. Við ákváðum að panta 7 stykki af dagatölunum og 4 myndir með í jólakort.

Þetta tók ekki nema 5 daga að koma hingað til landsins (sem var fínt þar sem við pöntuðum þetta korter í jól ehhh..) og kostaði eitthvað rétt yfir 12þúsund krónur. Það kom okkur alveg ótrúlega mikið á óvart hvað þetta var vel gert og vandað miðað við hvað þetta tók stuttann tíma en dagatölin voru öll af stærðinni A3 og alveg sérsiðin af okkur. Það er falleg þykk plastsíða yfir fremstu síðunni til að vernda hana og og allar blaðsíðurnar eru þykkar. Það kom okkur líka á óvart hvað gormurinn er þykkur og sterkur.

Læt nokkrar myndir fylgja með af dagatalinu okkar en þau slógu alveg rækilega í gegn.

20170321_091412

20170321_091433

20170321_091450

Þangað til næst!

Ingibjörg.jpg

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *